fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Var þetta upphafið að endinum? Hörð gagnrýni á Trump innan Repúblikanaflokksins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 08:00

Trump beið þrjá ósigra á einum sólarhring. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, var brattur áður en Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudaginn því samkvæmt skoðanakönnunum stefndi í stórsigur Repúblikana. Það gekk þó ekki eftir. Enn liggur ekki fyrir hvaða flokkur verður í meirihluta í fulltrúadeild þingsins né öldungadeildinni. Þó stefnir í að Repúblikanar nái naumum meirihluta í fulltrúadeildinni.

Áður en úrslitin lágu fyrir sagði Trump að það væri honum að þakka ef Repúblikanar myndu sigra í kosningunum en ekki væri hægt að kenna honum um ef þeir töpuðu.

En slakur árangur þeirra í kosningunum, sérstaklega þeirra sem Trump studdi dyggilega við bakið á, hefur nú orðið til þess að gagnrýni hefur rignt yfir Trump innan flokksins og margir telja tímabært að ýta honum til hliðar. Hann sé orðinn flokknum til trafala.

Margir þeirra, sem Trump studdi með ráðum og dáð í kosningunum, tóku undir lygar Trump um að svik hafi verið viðhöfð í forsetakosningunum 2020 og sögðust ekki endilega ætla að viðurkenna niðurstöður kosninganna. Auk þess þóttu ýmsar skoðanir þessara frambjóðenda ansi öfgafullar. Þetta virðist hafa farið illa í kjósendur sem höfnuðu þessum frambjóðendum að mestu, þeir þóttu einfaldlega of öfgafullir og leituðu kjósendur nær miðjunni.

Meðal þess sem hefur verið sagt um Trump eftir að ljóst var að ekkert varð úr stórsigri Repúblikana er: „Ekki nægilega gott“, „Alltof lélegt“ og „Algjör niðurlæging“.

Scott Reed, sem er þekktur áhrifamaður innan Repúblikanaflokksins, sagði í gær í samtali við AP að nú hafi Trump tapað þrennum kosningum í röð fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann sagði að flokkurinn hefði átt að geta unnið stórsigur á þriðjudaginn, ekki aðeins vegna vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum heldur einnig vegna óvinsælda Joe Biden, forseta.

Með því að vera í sviðsljósinu allt fram að kosningunum tókst Trump að virkja fjölda Demókrata og óháðra kjósenda og fá þá til að „mæta og kjósa“ sagði Reed.

New York Post, sem Trump hefur sagt vera „uppáhalds dagblaðið sitt“ sagði á miðvikudaginn að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sé framtíðarleiðtogi flokksins en hann sigraði með miklum yfirburðum í ríkisstjórakjörinu á þriðjudaginn.

Í gær var fyrirsögn blaðsins síðan: „Trumpty Dumpty“ og var Trump sakaður um að „unnið skemmdarverk“ á kosningunum.

Ónafngreindir heimildarmenn hafa gagnrýnt Trump á Fox News, sem er íhaldssöm sjónvarpsstöð sem Trump hefur lengi haft í hávegum. Einn sagði að Repúblikanar hafi ekki náð þeim markmiðum sem þeir settu sér og annar sagði að frambjóðendurnir, sem Trump studdi, hafi einfaldlega ekki verið nægilega góðir.

Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildarinnar og mikill áhrifamaður innan flokksins, sagði í spjallþættinum Fox & Friends að hann telji DeSantis vera einn stærsta sigurvegara kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu