fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ungt fólk fjármagnar íbúðarkaup með lánum sem foreldrar þess taka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 09:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í vöxt að foreldrar taki bankalán til að fjármagna fyrstu íbúðarkaup barna sinna. Hlutdeildarlánin duga að óbreyttu ekki fyrir tekjuminni kaupendur vegna mikillar verðhækkunar á húsnæði en hækkunin nam 17% á milli ára.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hannesi Steindórssyni, formanni Félags fasteignasala, að nú sé búið að loka fyrir þann möguleika að fólk geti fengið lán með veði í húsnæði foreldra sinna. Nú taki margir foreldrar því lán og hjálpi börnum sínum þannig með útborgun en þessi leið sé fær fyrir marga vegna lágra vaxta. „Þetta skýrir að einhverju leyti metumsvif í fyrstu kaupum síðasta ár,“ sagði hann.

Það er erfiðara fyrir börn foreldra sem ekki geta tekið lán eða eiga fé aflögu að kaupa sér húsnæði. „Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarna mánuði og ár, langt umfram kaupmátt og það liggur í hlutarins eðli að ungt fólk sem vill komast inn á eignamarkaðinn þurfi að leita ýmissa leiða. Því kemur mér ekki á óvart ef það færist í vöxt að foreldrar aðstoði börn sín við húsnæðiskaup,“ er haft eftir Drífu Hjartardóttur, forseta ASÍ.

Hlutdeilarlánin eru úrræði fyrir tekjulága sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Þau fóru vel af stað en vegna verðhækkana, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, duga lánin nú orðið einna best úti á landi.

Fasteignaverð hefur hækkað svo mikið síðan lögin um hlutdeildarlán voru sett 2020 að uppfæra þarf reglur um þau til að þau geti gegnt hlutverki sínu áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun