fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hildur Betty ráðin framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Eyjan
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 15:05

Hildur Betty Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Betty Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) frá 1. febrúar nk. Hún tekur við starfinu af Sigríði Guðmundsdóttur sem nýlega var ráðin mannauðsstjóri Landsbankans.

Hildur Betty hefur starfað við menntamál í 25 ár og þar af í 15 ár á sviði fullorðinsfræðslu. Hún leggur nú stund á doktorsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands með áherslu á nám fullorðinna. Hildur Betty hefur lokið meistaranámi í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Akureyri og grunnskólakennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands. Í dag starfar Hildur Betty sem aðjúnkt við Háskóla Íslands samhliða doktorsnámi sínu. Áður starfaði hún meðal annars hjá Ásgarði, skóla í skýjunum, FA og hjá SÍMEY á Akureyri.

„Ég er full tilhlökkunar að hefja störf hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og starfa með öflugu starfsfólki og stjórn að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem til staðar eru á sviði fullorðinsfræðslu,“ segir Hildur Betty.

Verkefni FA eru að vera leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu og styðja þannig við þróun starfsfólks til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir er stjórnarformaður FA fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins:

„Það eru mikil verðmæti í því að fá Hildi Betty til liðs við okkur. Við okkur blasa krefjandi áskoranir enda miklar breytingar fyrirsjáanlegar á vinnumarkaði hvað varðar þróun starfa og framboð. Lög um málaflokkinn þarf að endurskoða og í framhaldinu þarf að aðlaga og þróa starfsemina til að mæta nýjum áskorunum. Hildur Betty verður öflugur talsmaður og leiðtogi og við væntum mikils af henni og þeim góða hópi starfsfólks sem fyrir er í FA. Um leið þökkum við Sigríði Guðmundsdóttur fyrir hennar ómetanlega starf í þágu FA,“ segir Ingibjörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“