fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Fjársvikamál Trump kemur sér illa fyrir hann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 09:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember verður kosið til þings og um fleiri embætti í Bandaríkjunum. Að undanförnu hefur hvert vandræðamálið, fyrir Donald Trump fyrrum forseta, rekið á fætur öðru. Má því segja að netið hafi þrengst að honum að undanförnu, pólitískt séð.

Einn af vinsælustu bröndurunum í Washington D.C. þessa dagana er að ef maður er lögmaður, og þeir eru margir í höfuðborginni, þá eigi maður að forðast að vinna fyrir Trump. Ástæðan er að fyrir utan að vera hundleiðinlegur þá hlustar Trump aldrei á þau ráð sem honum eru gefin. Þess utan eru mál hans alltaf mjög flókin og eldfim pólitískt séð. En það versta er að hann borgar aldrei!

Margir hafa á orði að þrátt fyrir að þetta sé bara brandari þá sé nú sannleikskorn í honum. Trump hefur átt erfitt að undanförnu með að finna hæfa lögmenn til að taka að sér flókin mál honum tengd.

Í síðustu viku tilkynnti Letitia James, dómsmálaráðherra New York ríkis, um málshöfðun á hendur Trump og þremur börnum hans, þeim Eric Trump, Donald Trump Jr. og Ivanka Trump. Þau eru sökuð um að hafa gefið upp rangt virði fjölda eigna, sem tilheyra fjölskyldufyrirtækinu The Trump Organization, til að geta veðsett þær fyrir meira fé en í raun átti að vera hægt. Með þessu eru þau sögð hafa svikið banka og fjármálastofnanir.

Margir Repúblikanar líta á málið sem pólitíska stríðni af hálfu James sem er í framboði til embættis dómsmálaráðherra New York í nóvember. En þetta skyggir samt sem áður ekki á þá staðreynd að málum á hendur Trump fjölgar nú svo hratt að lögmenn hans eiga í erfiðleikum við að hafa við.

Jótlandspósturinn bendir á að innan Repúblikanaflokksins hafi margir áhyggjur af öllum málunum en þó meiri áhyggjur af tímasetningunni. Þau komi fram á óheppilegum tíma fyrir Trump.

Ný könnun NBC News sýndir að aðeins 34% skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafa jákvæða sýn á Trump. Á sama tíma fara vinsældir Joe Biden, núverandi forseta, vaxandi.

Þessu hafa Repúblikanar miklar áhyggjur af því að margir af frambjóðendum þeirra voru valdir af Trump til að berjast við Demókrata um þingsæti á Bandaríkjaþingi. Ef þau mál, sem nú eru í gangi gegn Trump, fara að hafa áhrif á þessa frambjóðendur getur það skipt miklu varðandi kosningaúrslitin.

Málin hafa engin áhrif á hinn harða kjarna stuðningsmanna Trump, fólkið sem fylgir honum í gegnum þykkt og þunnt. En vandinn er að þau hrekja aðra kjósendur frá honum og Repúblikanaflokknum, kjósendur sem eru á miðjunni. Repúblikanar þurfa á atkvæðum þeirra að halda ef þeir eiga að ná meirihluta í fulltrúadeild og/eða öldungadeild Bandaríkjaþings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast