fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Liz Cheney tapaði í forvali Repúblikana – Trump gleðst

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 08:00

Liz Cheney. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og spáð hafði verið tapaði Liz Cheney í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming í gær. Það liggur því ljóst fyrir að þingsetu hennar lýkur í haust en hún hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 2017.

Donald Trump, fyrrum forseti, hafði vonast til að Cheney myndi tapa en það hefur farið mjög illa í hann að hún hefur verið gagnrýnin á hann og embættisfærslur hans. Hún hefur einnig lýst því yfir að það sé rangt hjá Trump að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020. Hann hafi einfaldlega tapað fyrir Joe Biden.

Þegar fyrstu tölur úr forvalinu birtust í nótt að íslenskum tíma var Cheney með 30,3% atkvæða en andstæðingur hennar Harriet Hageman, með 65,1%. Hageman er dygg stuðningskona Trump. CNN skýrir frá þessu.

Enginn vafi leikur á að Cheney er að gjalda fyrir andstöðu sína við Trump en hún hefur meðal annars sagt að það sé „sjúkt“ að halda því fram að svindlað hafi verið í kosningunum en Trump hefur ítrekað haldið því fram án þess að geta lagt fram nokkrar sannanir því til stuðnings. Einnig hafa dómstólar vísað öllum slíkum málatilbúnaði á bug.

Í kjölfar ummæla hennar og greinaskrifa um málið var henni vikið úr forystu flokksins í fulltrúadeildinni. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að þessi fyrrum forseti muni aldrei nokkru sinni aftur koma nálægt forsetaskrifstofunni,“ sagði Cheney  í kjölfar brottrekstursins.

Því svaraði Trump með að segja: „Liz Cheney er bitur og hræðileg manneskja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir