fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Björn sakar Ragnar um bölmóð og hræðsluáróður í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar

Eyjan
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er ekki hrifinn af þeirri mynd sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dregur upp af stöðu efnahagsmála og útlitinu á vinnumarkaðnum fyrir haustið. Björn sakar formanninn um hræðsluáróður og eftiráspeki en Ragnar segist hafa varað við þeirri stöðu sem núna er uppi í efnahagsmálum og sakar ríkisstjórnina um aðgerðaleysi.

Ragnar sagði í viðtali við RÚV í gærkvöld að vænta mætti harðra átaka á vinnumarkaði í haust. Segir hann að VR hafi verið að benda á aðsteðjandi vanda í meira en ár og segir Seðlabankann, stjórnvöld og greiningardeildir bankanna hafa vanmetið horfurnar. Um þetta segir Björn í pistli á heimasíðu sinni:

„Lét Ragnar Þór eins og hann hefði séð allt fyrir sem nú gerist í efnahagsmálum heimsins og hefur áhrif hér. „Við höfum verið að benda á þetta í yfir ár, alvarleikann, og í rauninni bara vanmat Seðlabankans, stjórnvalda og greiningardeilda bankanna á stöðunni sem er að raungerast núna,“ sagði hann af hógværð.

Man einhver eftir því að formaður VR hafi fyrir rúmu ári bent á að í febrúar 2022 mundi Vladimir Pútin Rússlandsforseti gefa fyrirmæli um innrás í Úkraínu? Að orkuverð færi upp úr öllu valdi í heiminum? Fæðuöryggi yrði ógnað?“

Björn segir að sérstakur vandi í íslensku efnahagslífi stafi af skorti á húsnæði og þar beri vinstri meirihlutinn í Reykjavík mesta ábyrgð þar sem hann eigi sök á lóðaskorti. Bölmóður Ragnars um efnahagsmálin í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar sé hins vegar hræðsluáróður:

„Sérvandi hér er skortur á húsnæði. Þar ræður mestu lóða-aðhaldsstefna vinstri meirihlutans í Reykjavík sem miðar að því að knýja fram sem hæst verð í húsum sem reist eru á sérvöldum blettum til að þétta byggð. Þá er skipulögð skuggabyggð til að tryggja afnot af borgarlínu sem er í lausu lofti og enginn veit hvernig verður jarðtengd.

Bölmóðurinn núna af hálfu Ragnars Þórs fyrir frídag verslunarmanna er í raun hræðsluáróður. Hvaða tilgangi þjónar hann? Allir vita að samið verður um kaup og kjör að lokum. Við blasir að verðbólga skerðir kaupmátt hér eins og hvarvetna. Af hálfu stjórnvalda var strax í vor gripið til aðgerða til að tryggja hlut þeirra sem standa veikastir gagnvart verðbólgunni. Allir hljóta að vona að þeir sem semja beri gæfu til að reisa samningana á raunhæfum grunni.

Í aðdraganda kjarasamninga skiptir miklu að rugla ekki fólk í ríminu með upplýsingafölsunum. Þær koma þeim auk þess verst að lokum sem flytja þær.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál