fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Elín segir nauðsynlegt að stjórnmálamenn grípi í taumana en þeir séu þorlausir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 10:15

Elín Hirst. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mörgum er minnisstætt þegar frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson keyptu lítið útgerðarfyrirtæki í Grindavík árið 1983 sem hét Samherji. Fyrirtækið átti einn ísfisktogara, Guðstein GK. Þessir stórhuga ungu menn fluttu Samherja norður og Guðsteini GK var gefið nafnið Akureyrin EA. Skipið var ekkert augnayndi, bæði ryðgað og skítugt, en fólk dáðist að þessum duglegu mönnum. Þetta var upphafið að risafyrirtækinu Samherja sem nú er orðið svo fyrirferðarmikið í íslenskum sjávarútvegi að nauðsynlegt er orðið að stjórnvöld grípi í taumana,“ svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann skrifa Elín Hirst. Hann ber fyrirsögnina: „Það þorir enginn“.

Hún segir að sú þróun hafi átt sér stað að sjávarauðlind þjóðarinnar sé komin á allt of fáar hendur. „Gríðarleg auðsöfnun gengur nú kynslóða á milli, eins og ekkert sé eðlilegra. En íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki hafa döngun í sér til að tryggja nauðsynlegar úrbætur. Endalausar skýrslur eru skrifaðar. Nefndir og starfshópar settar á laggirnar sem því miður lyktar af því að stjórnmálamenn hafi ekki pólitískan kjark eða þor til að taka á málinu; að hækka veiðigjöld, setja lög sem koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og setja á útgönguskatt að norskri fyrirmynd, svo eitthvað sé nefnt. Hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu dugleysi? Getur það verið að stjórnmálaflokkar á Íslandi séu orðnir of háðir stórfyrirtækjum í sjávarútvegi? Að ítök eigenda þeirra séu orðin svo mikil vegna fjárhagslegra hagsmuna, atvinnu, vináttutengsla og frændsemi að enginn treysti sér lengur til þess að stíga niður fæti?“ spyr Elín síðan.

Hún segir að margir telji að eignarhald í íslenskum sjávarútvegi sé frekar dreift en svo sé ekki. Krosseignatengsl geri það að verkum og reglur um tengd fyrirtæki í sjávarútvegi séu miklu rýmri en hvað varðar til dæmis fjármálafyrirtæki. Hún spyr síðan hvers vegna svo sé?

Hún bendir á að ef kaup Síldarvinnslunnar á Vísi gangi eftir þá sé félagið komið með rúmlega 13% af öllum fiskveiðiheimildum landsins á sínar hendur. Ef fiskveiðiheimildir Samherja séu lagðar saman við þetta liggi fyrir að Samherji eða fyrirtæki sem tengist Samherji séu komin með 25% fiskveiðiheimilda í sínar hendur.

„Íslenskur sjávarútvegur er í dag blómleg atvinnugrein. Fiskur veiddur á Íslandsmiðum er afar eftirsótt vara erlendis. Það er glæsilegt fyrir samfélagið. En því miður virðist það hafa gleymst að eigendur auðlindarinnar eru íslenska þjóðin en ekki kvótakóngarnir. Mörg helstu fyrirtækin í sjávarútvegi í dag skila ofurhagnaði, en arðurinn skilar sér alls ekki í eðlilegu hlutfalli til réttra eigenda af því að stjórnmálamenn þora ekki,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar