fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Trump gaf í skyn að hann stefni á forsetaframboð 2024 – Aðeins eftir að taka eina ákvörðun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 09:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið New York birti viðtal við Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í gær. Þar gaf Trump sterklega í skyn að hann hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Hann sagðist eiga eftir að taka eina stóra ákvörðun í tengslum við þetta.

„Stóra ákvörðunin er hvort ég á að gera það fyrir eða eftir (kosningarnar í nóvember, innsk. blaðamanns),“ sagði hann og átti þar við hvenær hann hyggst hefja kosningabaráttu sína.

Kosningar verða í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Þá verður meðal annars kosið um öll sætin í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni.

Þegar Trump var spurður hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta eftir tvö ár sagði hann að hann hafi „nú þegar tekið þá ákvörðun“.

The Washington Post skýrði nýlega frá því að Trump muni hefja kosningabaráttu sína í september til að hann geti flykkt stuðningsmönnum sínum að baki sér áður en kosið verður í nóvember en Repúblikanar vonast til að sigra í kosningunum og ná meirihluta báðum þingdeildum.

Sumir stjórnmálaskýrendur telja að Trump telji að þeim mun fyrr sem hann hefji kosningabaráttu sína þeim mun auðveldara verði fyrir hann að koma í veg fyrir að pólitískir keppinautar hans innan flokksins bjóði sig fram gegn honum. Þeirra á meðal er Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, en hann nýtur mikils stuðnings meðal Repúblikana ef miða má við niðurstöður skoðanakannana.

„Ég held að margir muni ekki einu sinni bjóða sig fram ef ég býð mig fram. Fólk vill gjarnan að ég bjóði mig fram,“ sagði Trump í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi