fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
EyjanFastir pennar

Flýtum lagningu Sundabrautar

Eyjan
Föstudaginn 13. maí 2022 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjóla Hrund Björnsdóttir, sem skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, skrifar:

Miðflokkurinn leggur mikla áherslu á að ráðist verði í lagningu Sundabrautar sem fyrst og lögð verði áhersla á að flytja undirbúningi og framkvæmdum. Hagkvæmni verkefnisins og arðsemi þess fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt ætti að réttlæta slíka flýtingu framkvæmda. Miklar væntingar hafa verið meðal höfuðborgarbúa og  landsmanna um lagningu Sundabrautar og að framkvæmdir við hana hefjist fyrr en síðar eftir að hafa verið á hinu pólitíska teikniborði í áratugi.

Fyrir skömmu boðuðu samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur til blaðamannafundar sem átti að ramma inn framkvæmdaáætlun Sundabrautar. Þegar grannt er skoðað reyndist þar vera um sýndarmennsku að ræða. Engin ákvörðun liggur fyrir um fyrirkomulag verksins eins og það lykilatriði hvort byggð verði brú eða grafin göng. Tímasetningar eru þar að auki í algeri óvissu og engin leið að sjá fyrir sér hvenær ráðist verður í verkefnið. Svo virðist sem meirihlutinn í Reykjavík hafi komið að borðinu með allskonar fyrirvara sem virðist vera ætlað að koma í veg fyrir að ráðist verði í verkefnið. Samgönguráðherra kýs að taka þátt í leikritinu nú skömmu fyrir kosningar, væntanlega til að slá ryki í augu kjósenda. Næsta kjörtímabil virðist þannig aðeins eiga að nota í að skoða málið áfram og gera „félagshagfræðileg greining á þverun Kleppsvíkur“. Blekið var ekki þornað þegar ljóst var að undirritunin breytti engu um áform um Sundabraut.

Ríkisvaldið (Vegagerðin) vill auðvitað ráða hvernig framkvæmdin verður þar sem ríkissjóður greiðir fyrir framkvæmdina en Reykjavík hefur hins vegar skipulagsvaldið. Núverandi stjórnvöld í Reykjavík hafa hins vegar augljóslega set önnur mál í forgang og hafa þar að auki lítinn sem engan áhuga á framkvæmdinni. Um leið hafa þau með skipulagsákvörðunum sínum aukið kostnaðinn við Sundabraut verulega. Og eru enn að gera það eins og sést þegar vegastæði Sundabrautar er skoðað uppi í Gufunesi. Þar eru nú eru að rísa varanleg fjölbýlishús í Gufunesi sem eru óþægilega nálægt vegastæðinu. Kunnugir menn segja að ef vegastæði Sundabrautar verði fært þar til austurs kalli það á mikla aukavinnu og aukakostnað við að vinna veginn ofan í klappir og hæðir til að ná veginum eins beinum og öruggum og hægt er. Hver á að bera aukakostnað af því? Augljóslega getur verið mikill kostnaður þessu samfara og óforsjálni borgarinnar mun þannig halda áfram að auka kostnaðinn við verkið, hvenær sem verður ráðist í það.

Miðflokkurinn í borgarstjórn er besta trygging fyrir því að ráðist verði í lagningu Sundabrautar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
27.10.2024

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar