fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Segir vaxtahækkun stríðsyfirlýsingu – „Með ólíkindum að hann skuli enn og aftur dekra við fjármálaöflin“

Eyjan
Miðvikudaginn 4. maí 2022 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um eitt prósent, sem er töluvert hærri hækkun en margir bjuggust við. Þar með eru stýrivextir komnir í 3,75 prósent og boðar Seðlabankinn jafnframt frekari vaxtahækkanir til að hafa hemil á verðbólgunni sem gæti farið yfir átta prósent á næstu mánuðum.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist ekki geta litið á þessa vaxtahækkun sem annað en stríðsyfirlýsingu.

„Þessi ákvörðun Seðlabankans er í mínum huga ekkert annað en stríðsyfirlýsing við launafólk, neytendur, heimili og fyrirtæki landsins. Það er alveg ljóst að þetta getur vart annað en kallað á hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar og mun klárlega endurspegla kröfugerðir þeirra sem nú er verið að ganga frá vítt og breitt um landið.“

Vilhjálmur telur að Seðlabankinn þurfi að skýra ákvörðun sína betur út, einkum í ljósi þess að með hækkuninni muni fjármagnskostnaður fyrirtækja á almennum markaði hækka um nánast sömu fjárhæð og kosti að ganga frá kjarasamningum á almennum markaði.

„Það er alveg ljóst að aukinn fjármagnskostnaður fyrirtækja mun fara beint út í verðlag og þjónustu sem að á endanum endar á herðum neytenda. Það væri gott ef seðlabankastjóri gæti útskýrt það á mannamáli hvernig kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði séu ætíð að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi þegar bara þessi stýrivaxtahækkun getur leitt til þess að það kosti fyrirtækin jafnmikið og að ganga frá kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði.“

Veltir Vilhjálmur því fyrir sér hvers vegna Seðlabankinn noti ekki aðrar leiðir, sem bankanum eru færar, til að grípa inn í verðbólguna. Svo sem með því að beina sjónum að húsnæðismarkaðinum.

„Það er með ólíkindum að hann skuli enn og aftur dekra við fjármálaöflin og það hefur verið grátbroslegt að sjá í fréttum að undanförnu að aðalálitsgjafarnir um stýrivaxtahækkunina hafa verið fulltrúar úr bankakerfinu þar sem þeir hafa verið að spá umtalsverðri hækkun á stýrivöxtum og nú hefur þeim orðið að ósk sinni. Rétt er að geta þess að fjármálakerfið hefur svo sannarlega hag af því að vextir fari upp enda hefur þeim tekist að tala stýrivaxtahækkunina upp í hæstu rjáfur með framferði sínu á liðnum dögum.“

Hann segir ekki annað að sjá en að stórfyrirtæki landsins geti haldið áfram að græða með því að varpa þeim kostnaðarhækkun yfir á neytendurna. Á sama tíma eigi heimili von á gífurlegum hækkunum á afborgunum, séu þau með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.

„Það er ekki að sjá annað en að framferði stórfyrirtækja sem hafa varpað öllum sínum kostnaðarhækkunum viðstöðulaust yfir á neytendur til að geta viðhaldið arðsemisgræðgi sinni áfram og svo þessar gríðarlegu vaxtahækkanir muni leiða til mikilla átaka á íslenskum vinnumarkaði.

Heimili sem er með 50 milljóna húsnæðislán á breytilegum vöxtum getur átt von á að greiðslubyrðin aukist um 41 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 500 þúsund krónur á ári. Heldur Seðlabankinn að slík aukning á greiðslubyrði auki líkurnar á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum, nei fjandakornið ekki!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins