fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Harma að brandarinn hafi farið illa í mannskapinn og rétta fram sáttahönd – „Var aldrei neitt illa meint“

Eyjan
Sunnudaginn 1. maí 2022 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Askur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hveragerði, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregnar um lénið okkarhveragerdi.is sem Askur keypti daginn eftir að framboðið Okkar Hveragerði opinberaði tilvist sína. Þar kemur fram að Askur hafi keypt umrætt lén í góðlátlegu gríni. Greinilegt sé að brandarinn hafi ekki hitt í mark og því býðst Askur til að gefa Okkar Hveragerði bæði lénið okkarhveragerdi.is sem og lénið ykkarhveragerdi.is sem Askur hafi keypt núna þegar Okkar Hveragerði hóf að gefa út blað undir nafninu Ykkar Hveragerði.

Eins bendir Askur á að Sjálfstæðisfélag Hveragerðis og frambjóðendur D-lista komi ekki nálægt málinu.

Í yfirlýsingu er tekið fram að Askur sé sjálfstætt starfandi félag og komi hvorki Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis né frambjóðendur D-listans nálægt málinu.

„Í ljósi umræðna sem hafa átt sér stað um lénið okkarhveragerdi.is þá fannst meðlimum Asks nauðsynlegt að benda á ýmsar staðreyndir og koma í veg fyrir misskilning sem virðist fylgja þessu máli. Askur félag ungra Sjálfstæðismanna eru eigendur og umsjónarmenn lénsins og kemur hvorki Sjálfstæðisfélag Hveragerðis né frambjóðendur D-listans nálægt einu né neinu er tengist málinu. Askur er sjálfstætt starfandi félag með sína eigin stjórn sem hefur haldið uppi virku félagsstarfi síðustu ár óháð Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis.“

Rétt sé það sem kom fram í fyrri frétt að kosningastjóri Okkar Hveragerðis hafi haft samband við Ask á dögunum og spurt hvort þau mættu fá afnot af léninu. Því hafi formaður Asks svarað að málið yrði tekið fyrir á næsta stjórnarfundi og furðar Askur sig því á að oddviti Okkar Hveragerðis, Sandra Sigurðardóttir, hafi fjallað um málið á samfélagsmiðlum vitandi að möguleiki væri á að þau fengju not af léninu.

„Fyrir nokkrum dögum hafði kosningastjóri framboðs Okkar Hveragerðis samband við stjórn félagsins og spurði hvort þau mættu fá afnot af léninu, hann fékk þau svör frá formanni Asks að þetta yrði tekið fyrir á næsta stjórnarfundi félagsins og því heldur óvænt að frambjóðendur XO skuli birta þetta á samfélagsmiðlum vitandi það að möguleiki væri á því að stjórn Asks myndi gefa þeim lénið. Þess má einnig geta að meðlimir O-listans hafa ekki haft samband eða sóst eftir léninu á síðustu fjórum árum.“

Ákvörðun stjórnar að festa kaup á léninu hafi verið góðlátlegt grín sem ekki hafi verið illa meint. Askur hafi einnig keypt lénið ykkarhveragerdi.is sem sé nafn á blaði sem Okkar Hveragerði gefi út. Askur býður nú Okkar Hveragerði bæði lénin.

„Þessi ákvörðun stjórnar Asks var gerð í góðlátlegu gríni og var aldrei neitt illa meint með þessum brandara. Það er leiðinlegt að sjá að aðrir hafi ekki getað glaðst eða séð húmorinn í þessu djóki okkar. Það virðist sem framboð O-listans hafi ekki lært af þessum brandara okkar fyrir fjórum árum síðan og því ákváðu félagar Asks að aðstoða þau og kaupa einnig lénið ykkarhveragerdi.is enda hefur framboð O-listans hafið útgáfu blaðs er nefnist Ykkar Hveragerði. Aski finnst leiðinlegt að þessi brandari hafi farið svona illa í mannskapinn og eru hér með tilbúnir að gefa bæjarmálafélaginu Okkar Hveragerði lénin okkarhveragerdi.is og ykkarhveragerdi.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“