fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

„Fyndið grín“ sem Sjálfstæðismenn í Hveragerði hafi stundað í fjögur ár og neita að hætta

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. maí 2022 15:47

Framboðslisti Okkar Hveragerðis. Sjálfstæðismerkinu, með smá viðbót, hefur verið bætt við myndina sem er augljóslega samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur, er nýr oddviti framboðsins Okkar Hveragerði sem býður nú fram í sveitarstjórnarkosningunum í annað sinn.

Okkar Hveragerði kom inn sem nýtt stjórnmálaafl í kosningunum 2018 og hlaut þá um 33 prósent atkvæða og tvö bæjarfulltrúa.

Hins vegar er það svo að ef menn reyna að leita upplýsinga um flokkinn með því að fara inn á slóðina okkarhveragerdi.is þá verður viðkomandi vísað inn á síðuna blahver.is sem er vefur Sjálfstæðismanna í Hveragerði.

Sandra vekur athygli á þessu á Facebook.

„Við í Okkar Hveragerði settum Facebook-síðu okkar í loftið þann 28. mars 2018 og þar með varð opinbert að nýtt framboð myndi bjóða fram í Hveragerði. Strax að því loknu ætluðum við að kaupa lénið okkarhveragerdi.is en þá sáum við að Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði (Askur félag ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði) hafði keypt lénið.“ 

Með þessu deilir Sandra skjáskoti úr rétthafaskrá léna en þar sést að lénið keyptu ungir Sjálfstæðismenn þann 29. mars, eða daginn eftir að Okkar Hveragerði tilkynnti um framboð sitt. Þeir hafi svo gætt þess að endurnýja lénið á hverju ári með greiðslu árgjalds.

„Við óskuðum eftir því að fá að kaupa lénið af þeim fyrir nokkrum vikum og fengum þau svör að það væri ekki í plönum að selja lénið til okkar. 

Fyndið grín sem Askur félag ungra byrjaði en Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram með, með því að vísa þessu léni inn á sína heimasíðu.“ 

Sandra vekur athygli á þessu til að benda á að heimasíðu Okkar Hveragerðis sé að finna á slóðinni xohveragerdi.is

Uppfært 17:25

Askur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið býðst til að gefa Okkar Hveragerði lénið sem og annað lén. Félaginu finnst leiðinlegt að góðlátlegt grínið hafi farið illa í menn og tekur fram að Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði og frambjóðendur D-lista komi hvergi nærri málinu.

Sjá nánar hér: Harma að brandarinn hafi farið illa í mannskapinn og rétta fram sáttahönd – „Var aldrei neitt illa meint“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála