fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Hver á að borga fyrir nýjan Reykjavíkurflugvöll? Svarið gæti komið þér á óvart.

Eyjan
Mánudaginn 25. apríl 2022 12:55

Reykjavíkurflugvöllur. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson skrifar:

Einn mikilvægasti eiginleiki þessa heims er að mótsagnir eru ekki til því raunveruleikinn er óumflýjanlegur. Þegar eitthvað virkar í mótsögn, er það vegna þess að það vantar eitthvað í söguna og sannleikurinn hefur bjagast. Þegar við uppgötvum mótsagnir er því alltaf mikilvægt að grafast fyrir um orsakirnar áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar, ellegar sitjum við uppi með afleiðingarnar.

Vannýttur Reykjavíkurflugvöllur

Ef leyft yrði að fljúga beint frá miðbæ Reykjavíkur til miðbæjar London myndi það flýta ferðinni um 2 klukkustundir í hvora átt og spara um 30 þúsund krónur, miðað við flug frá Keflavík til Heathrow. Hagkvæmni slíks flugs væri slíkt að rekstrarumhverfi flugvallarins myndi umbyltast. Farþegum myndi fjölga og með fleiri farþegum yrði innanlandsflug hagkvæmara og ódýrara. Meira að segja hljóðvistin mundi batna því ávinningurinn af því að halda ónæði innan marka yrði mun meiri.  Fyrirsjáanlegar tækniframfarir í flugheiminum munu síðan gera Reykjavíkurflugvöll að enn vænlegri kosti.

Svona farþegaflug eru samt bönnuð og í staðinn sitja Reykvíkingar uppi með vannýttan flugvöll og borgin fer á mis við mikilvæga tekjulind. Í dag eru þannig ekki nema um 5 farþegar á flugvélarsnertingu á Reykjavíkurflugvelli, samanborið við 85 á Keflavíkurflugvelli.

Mótsögn stjórnmálamannanna

Þótt meirihluti almennings sé ekki á móti flugvellinum, deila stjórnmálamenn í sí minna mæli þeirri skoðun. Þannig hafa oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nú báðir lýst sig andsnúna áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýrinni, sem er U-beygja frá fyrri stefnu flokkanna og líklega í óþökk allmargra flokksmanna.  Flugvallarandstöðunni fylgir ein meiriháttar mótsögn.  Lokun flugvallarins mun skerða ferðafrelsi reykvískra kjósenda, og kjósendur á landsbyggðinni fá að auki skert aðgengi að ýmissi grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Nánast útilokað er fyrir stjórnmálaflokka að ganga með slíkum hætti gegn hagsmunum kjósenda sinna og fyrir vikið hefur öðrum flugvelli verið lofað í staðinn, Hvassahraunsflugvelli.

Þessi flugvöllur er langt því frá að vera ókeypis og mun kosta um 50 milljarða (skv. „Rögnuskýrslu“).  Til að fjármagna þetta hefur ýmist verið talað um veggjöld eða hátt lóðasöluverð.  Slík lóðasölufjármögnun myndi bæta 10-15 milljónum ofan á lóðaverð sem fyrir vikið gæti hækkað lóðaverðið í allt að 30 milljónir á íbúð.  Íbúðirnar sem þarna koma geta því vart verið fyrir aðra en efnafólk.  Áhersla á að nota flugvöllinn sem framtíðar byggingarland Reykjavíkur er því líka áhersla á að halda húsnæðisverði háu í borginni.

Gríðarleg sóun felst í því að eyðileggja fullkomlega starfhæfan flugvöll. Ef það á að fjármagna slíkt með lóðasölu mun fasteignaverð hækka eða nýir skattar koma í formi vegtolla.  Allt annað er útilokað.  Það er aldrei hægt að borða kökuna og geyma hana líka. Það eru engar mótsagnir í raunveruleikanum.

Endum mótsagnirnar með heiðarlegri umræðu

Því fyrr sem stjórnmálamenn átta sig á þessu og fara að tala hreint út verður hægt að viðurkenna afleiðingarnar sem lokun flugvallarins mun hafa.  Aðeins þegar sannleikurinn er kominn fram verður hægt að bregðast við mótsögnunum og taka upp alvöru umræðu um það hvernig best er að nýta þá auðlind sem Reykjavíkurflugvöllur er, til gagns fyrir alla Reykvíkinga og íslenska þjóð.  Ábyrg framtíð (xY), mun standa vörð um flugvöllinn og stöðva vanhugsaðar sóunarframkvæmdir áður en þær byrja að keyra upp fasteignaverðið.

 

Höfundur er Verkfræðingur og oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið
EyjanFastir pennar
10.03.2024

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennar
07.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum
EyjanFastir pennar
03.03.2024

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð