fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Á Alda breytinga möguleika á að kaffæra Hildi?

Eyjan
Laugardaginn 19. mars 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag lýkur prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og verða úrslitin kynnt í kvöld. Mesta eftirvæntingin er náttúrulega sú hver verður borgarstjórnarefni flokksins í næstu kosningum, Hildur Björnsdóttir eða Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir.

Hildur er sitjandi borgarfulltrúi og tilkynnti snemma um framboð. Lengi vel að leit hreinlega út fyrir að hún yrði ein í framboði í 1.sæti listans og var sagan sú að andstæðingum hennar innan flokksins gengi illa að finna heppilegan mótframbjóðanda. Sá frambjóðandi fannst svo loks í varaborgarfulltrúanum Ragnhildi Öldu sem var lítið þekkt samanborið við Hildi. Og þá spyr fólk sig, á hún möguleika að velta Hildi af stalli?

Svarið er líklega já. Það er sannarlega möguleiki en þá þarf allt að ganga upp fyrir áskorandann.

Ragnhildur Alda hefur í sinni kosningabaráttu höfðað til íhaldsaflanna innan flokksins og ekki síst til eldri sjálfstæðismanna. Hún hefur sett málefni eldri borgara á oddinn og í vikunni lýsti meðal annars Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni yfir eindregnum stuðningi við hana.

Þá hefur faðir Ragnhildar, Vilhjálmur Egilsson, svo sannarlega verið haukur í horni. Vilhjálmur er fyrrum alþingismaður og afar vel liðinn innan íhaldsarms Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur verið lúsiðinn við símann undanfarnar vikur og það mun telja.

Styrkleiki Ragnhildar Öldu verður sá að hennar stuðningsmenn munu svo sannarlega mæta á kjörsstað og greiða atkvæði.

Hildur höfðar til frjálslyndari afla flokksins. Hún hefur uppskorið gagnrýni fyrir að dvelja ekki í sömu skotgröfum og Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kunnað vel við sig í – vináttunni við einkabílinni og baráttunni gegn Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þar hefur þó verið nokkuð einmannalegt fyrir Reykvíkinganna enda hafa Sjálfstæðismenn í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu átt ágætt samstarf við meirihlutann í Reykjavík um breytingar í samgöngumálum.

Nýskráningar í flokkinn í aðdraganda prófkjörsins hefur að stærstum hluta verið Reykvíkingar sem ætla að styðja Hildi en eins og gengur er óvíst hvort að þau atkvæði komi til með að skila sér.

Ljóst er að það yrði mikið áfall fyrir Hildi ef hún myndi ekki landa oddvitasætinu og óvíst hvaða skref hún myndi taka í framhaldinu. Að sama skapi yrði Ragnhildur Alda eflaust nokkuð sátt ef henni tækist að landa 2-3. sæti listans enda væri það öruggt sæti í borgarstjórn og hún búinn að skapa sér mun stærra nafn sem stjórnmálamaður.

Víglínurnar eru hins vegar skýrar og hættan við slíkt er að sá sem tapar oddvitakosningunni gæti hrapað niður listann. Þeir sem kjósa Hildi eru ólíklegir til að setja Ragnhildi Öldu í sæti neðar á listanum og það sama gildir um þá sem að kjósa Hildi. Það er því vel inni í myndinni að sá sem tapar oddvitakosningunni hrynji niður í listann og verði ekki meðal borgarstjórnarfulltrúa flokksins í vor.

Búast má við fyrstu tölum úr prófkjörinu um kl.19.00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus