fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Nýr meðlimur færeysku landsstjórnarinnar er blindur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 14:00

Uni Rasmussen. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uni Rasmussen tekur sæti Jørgen Niclasen í færeysku landsstjórninni og mun hann sjá um fjármál eyjanna. Það hefur vakið sérstaka athygli að Rasmussen er blindur en hann telur ekki að það muni koma í veg fyrir að hann geti sinnt embættinu.

Sermitisiaq segir að Fólkaflokkurinn hafi staðið frammi fyrir þeim vanda í síðustu viku að Jørgen Niclasen, formaður, hafi orðið að segja skilið við landsstjórnina í kjölfar þess að hann var staðinn að ölvunarakstri.

Uni Rasmussen tekur við embætti hans. Hann er 53 ára og hefur setið á Lögþinginu síðan 2019. Ekki var full samstaða innan flokksins um hver tæki við af Niclasen en niðurstaðan varð að Rasmussen tekur við embætti hans. Sumir flokksmenn vildu að reyndari stjórnmálamaður tæki við embættinu en þeir urðu undir.

Auk þess að vera frekar óreyndur í stjórnmálum þá er Rasmussen blindur og hafa margir áhyggjur af að það muni hafa neikvæð áhrif á getu hans til að gegna embættinu. Sjálfur segist hann spenntur fyrir verkefninu og sé spenntur fyrir að hefjast handa. Hann viti að hann muni fá góða hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón