fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Hefur ekki gerst síðan í kalda stríðinu segir prófessor um viðbúnað Dana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 08:00

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er óvenjulegt og hefur ekki gerst síðan á dögum kalda stríðsins.  Þetta segir Mikkel Vedby Rasmussen, prófessor við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, um viðbrögð Dana við spennunni á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Í gær tilkynnti danska varnarmálaráðuneytið að heilli herdeild verði nú safnað saman í Slagelse til að undirbúa sig undir bardaga. B.T. hefur eftir Rasmussen að þetta sé mjög óvenjulegt og til merkis um að ríkisstjórnin og herinn hafi þungar áhyggjur af þróun mála í Austur-Evrópu. Hann sagðist ekki minnast þess að danski herinn hafi sett herdeildir á viðbúnaðarstig síðan á dögum kalda stríðsins.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ákveðið hafi verið að efla viðbúnað hersins vegna „óásættanlegs hernaðarþrýstings Rússa á Úkraínu.“

Herdeildinni verður nú stefnt saman í Slagelse og undirbúin undir að geta brugðist við kalli frá NATO á einum til fimm dögum. Herdeildin er hluti af viðbragðsher NATO. Að auki var ákveðið að staðsetja tvær F-16 orustuþotur á Borgundarhólmi til að geta brugðist við ágangi Rússa en þeir hafa oft á tíðum verið nærgöngulir við eyjuna.

Rasmussen sagði að þetta væri allt til merkis um að NATO hafi beðið aðildarríkin um að gera hraðsveitir sínar reiðubúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi