fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Bretar sendu vopn til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 14:00

Vopnasendingin komin til Úkraínu. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin hafa sent Úkraínumönnum vopn og hafa hvatt aðrar NATO-þjóðir til að gera hið sama. Bretar brugðust jákvætt við þessu og sendu nýlega vopn til Úkraínu. Þetta eru vopn sem er hægt að nota gegn rússneskum skriðdrekum ef Rússar ráðast á Úkraínu.

„Við höfum ákveðið að láta Úkraínu hafa létt skriðdrekavopn,“ sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra, í breska þinginu á mánudaginn. Hann skýrði ekki nánar frá hvaða tegund af vopnum um er að ræða eða hversu mikið af þeim var sent til Úkraínu.

Breskir fjölmiðlar segja að líklega sé um vopnakerfið NLAW að ræða en það er háþróað og eitt skot getur eyðilagt skriðdreka úr 800 metra fjarlægð og skotin bora sig í gegnum 500 mm þykka brynvörn. Það vegur 12,5 kíló og heldur notandinn því upp að öxl sinni þegar hann skýtur. Einn hermaður getur séð um það.

Vopnin komu til Úkraínu á mánudaginn ásamt litlum hópi breskra hermanna sem á að kenna úkraínsku hermönnum hvernig á að nota vopnið.

Wallace sagði að ekki væri um árásarvopn að ræða og það ógni Rússum ekki en Úkraínumenn geti notað það til að verja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi