fbpx
Fimmtudagur 23.júní 2022
Eyjan

Sjóræningjar valda Dönum vanda – Sitja líklega uppi með einfættan sjóræningja

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 18:00

Esbern Snare. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust var danska herskipið Esbern Snare sent til gæslustarfa í Gíneuflóa en þar hafa sjóræningjar herjað af krafti á sjófarendur undanfarin misseri. Skömmu eftir að skipið var komið í flóann lentu hermenn í skotbardaga við sjóræningja. Fjórir þeirra voru teknir höndum en fjórir voru skotnir til bana. Einn hinna handteknu særðist illa og þurftu læknar um borð í herskipinu að taka annan fótinn af honum. Málið hefur valdið dönskum stjórnvöldum vanda allt frá upphafi því ekki var vitað hvað átti að gera við sjóræningjana. En nú hefur ákveðin lausn fundist en hún hugnast ekki öllum.

Í gær tilkynnti Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, að ákveðið hafi verið að láta þrjá sjóræningja lausa en að sá fjórði, sá sem særðist, verði fluttur til Danmerkur þar sem réttað verður yfir honum. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í Gana síðustu vikur en var fluttur þaðan í gær og áleiðis til Danmerkur.

Líklegt má telja að Danir muni sitja uppi með einfætta sjóræningjann um ókomna framtíð. Skiptir þar engu þótt hann verði fundinn sekur um sjóránn og dæmdur í fangelsi. Þegar hann hefur lokið afplánun verður væntanlega erfitt að koma honum úr landi því fá ef nokkur ríki vilja taka við sjóræningjum. Þetta fer illa í marga Dani sem telja algjöran óþarfa að Danir sitji uppi með sjóræningja um ókomna framtíð.

Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur hinum þremur sjóræningjunum og sleppa þeim lausum. Þeir voru settir í lítinn gúmmíbát í gær, fengu mótor og eldsneyti og nesti, og áttu síðan að koma sér sjálfir í land. Vitað er að þeir náðu í land í gær. Ekki þótti forsvaranlegt að senda þann einfætta með þeim og því verður hann fluttur til Danmerkur og réttað yfir honum þar. Að auki koma alþjóðasamningar, sem Danir eru aðilar að, í veg fyrir að hægt sé að sleppa honum lausum.

Vandi Dana í þessu máli er tilkominn vegna þess að þeir gerðu enga framsalssamninga við ríki við Gíneuflóa um móttöku á sjóræningjum áður en Esbern Snare hélt til gæslustarfa í flóanum.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Carsten Fjord-Larsen, talsmanni sjóhersins, að lík þeirra fjögurra sjóræningja sem féllu í skotbardaganum, séu enn um borð í Esbern Snare.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur spyr stóru spurningarnar – „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“

Sigmundur spyr stóru spurningarnar – „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“