fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Eyjan

Þjóðþekkt stjórnmálafólk gæti dottið út af þingi – Mikil spenna á lokametrunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. september 2021 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefmiðillinn Kjarninn birti í morgun spá fyrir komandi kosningar þar sem metnar voru líkur einstakra frambjóðenda á að ná inn á þing. Um afar áhugaverða samantekt er að ræða sem miðillinn vinnur í samstarfi við stærðfræðinginn Dr. Baldur Héðinsson.

Hægt er að kynna sér forsendurnar á bak við spánna á vef Kjarnans en DV tók saman líkur nokkurra þjóðþekktra þingmanna eða frambjóðenda á því að komast inn á þing eftir rúma viku. Ljóst er að margir þjóðþekktir stjórnmálamenn gætu dottið útaf þingi í komandi kosningum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Norðausturkjördæmi – 64%

Óhætt er að fullyrða að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi rekið eina af eftirtektarverðustu kosningabaráttunum. Hann hefur verið á ferð og flugi um landið að tala við kjósendur, úða í sig hakki og leika sér við hunda. Á milli kosningafunda þar sem hann fer yfir útfærslurnar á metnaðarfullum kosningaloforðum Miðflokksins þá gefur hann sér líka tíma til að ræða um eina af ástríðum sínum í lífinu, Star Wars.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ætla mætti að Sigmundur Davíð væri nánast öruggur inn á þing en þó metur spálíkanið líkur hans „aðeins“ um 64%. Miðflokksforinginn má því ekki við því að stíga nein feilspor á lokametrunum.

Ásmundur Einar Daðason – Reykjavík Norður – 72%

Ásmundur Einar Daðason sýndi mikið hugrekki með því að skipta um kjördæmi og bjóða sig fram í Reykjavík, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarnar kosningar. Margir töldu hreinlega að um fífldirfsku væri að ræða þrátt fyrir að Ásmundur Einar hafi átt býsna gott kjörtímabil í ráðherrastóli og breytt ásýnd sinni verulega til hins betra. Miðað við spálíkan Kjarnans og Baldurs virðist sú áhætta ætla að borga sig því líkurnar á því að Ásmundur nái endurkjöri eru 72%

Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. mynd/Anton Brink

 

Brynjar Níelsson – Reykjavík Norður – 45%

Brynjar Níelsson var hundfúll með árangur sinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrr á árinu og ætlaði að hætta í pólitík. Hann ákvað svo að hætta við að hætta eftir margar áskoranir og framundan er spennandi kosninganótt þar sem örlög hans munu ráðast. 45% líkur eru taldar á því að Brynjar nái inn á þing og því eru miklar líkur á því að Brynjari verði hreinlega gert að hætta á þingi.

Brynjar Níelsson

Gunnar Smári Egilsson – Reykjavík Norður – 61%

Allar líkur eru á því að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn verði einn af sigurvegurum kosninganna. Gunnar Smári hefur farið mikinn undanfarnar vikur og skammar kapítalista í gríð og erg. Þá virðast ásakanir um að hann sigli undir fölsku flaggi sem sósíalisti ekki bíta á forstjórann fyrrverandi. Líkurnar á að Gunnar Smári endi á þingi eru metnar 61%.

Gunnar Smári Egilsson. Mynd: DV/Hanna

 

 

 

 

 

 

Ásmundur Friðriksson – 39%

Ökuþórinn Ásmundur Friðriksson þurfti að sætta sig við rýra uppskeru í prófkjöri Sjálfstæðismanna á dögunum og ljóst að það er verulega tvísýnt hvort að hann nái inn á þing. Líkurnar á því eru aðeins 39% samkvæmt spálíkaninu og því má gera ráð fyrir því að Ásmundur sé að hendast um kjördæmið sem aldrei fyrr í atkvæðaleit.

Ásmundur Friðriksson.

Rósa Brynjólfsdóttir – 50%

Rósa Brynjólfsdóttir sagði sig úr ríkisstjórn Vinstri grænna út af samstarfinu við Sjálfstæðismenn og gekk síðar til liðs við Samfylkinguna. Hún náði ágætis árangri í prófkjöri nýja flokksins og er núna í baráttusæti til að ná aftur inn á þing. Líkurnar eru akkúrat 50% og því verður mikil spenna í hennar herbúðum á kosninganótt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Óli og Bergþór – 50% og 51%

Sömu sögu er að segja af tveimur öðrum sitjandi þingmönnum, Óla Birni Kárasyni og Bergþóri Ólasyni. Líkur þeirra á endurkjöri eru 50% og 51% þannig þeir sjá fram á mikla spennu.

Óli Björn Kárason og Bergþór Ólason

Inga Sæland – 30%

Fáir hafa auglýst meira en Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins fyrir þessar kosnoingar. Óvíst er hvort að það skili karókíunnandanum inn á þing en líkur Ingu á endurkjöri eru aðeins metnar 30%. Búast má við senum á lokametrunum eins og Inga er þekkt fyrir.

Inga Sæland

Guðmundur Gunnarsson – 41%

Það vakti talsverða athygli þegar Guðmundur Gunnarsson hætti með látum sem bæjarstjóri á Ísafirði og hann var talinn hvalreki þegar hann gekk til liðs við Viðreisn. Eins og staðan er núna þarf hann þó að spýta verulega í lófana til að detta inn á þing því líkurnar eru aðeins 41%.

Guðmundur við ráðhúsið á Ísafirði. Mynd: Ágúst G. Atlason / gusti.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reykjavíkurborg greiðir 17,5 milljónir fyrir geymslu á listaverkum í Kópavogi – „Þetta er ekki lág leiga“

Reykjavíkurborg greiðir 17,5 milljónir fyrir geymslu á listaverkum í Kópavogi – „Þetta er ekki lág leiga“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dóra Björt hafnar lygaáburði Samtaka iðnaðarins – Segir umfjöllun þeirra byggjast á „misskilningi og rangindum“

Dóra Björt hafnar lygaáburði Samtaka iðnaðarins – Segir umfjöllun þeirra byggjast á „misskilningi og rangindum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður G. segir að gjaldþrot blasi við Sigurjóni

Sigurður G. segir að gjaldþrot blasi við Sigurjóni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni

Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni