fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sauð upp úr er Guðlaugur Þór mætti Gunnari Smára – „Þú ert að fara með rangt mál!“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. september 2021 17:02

mynd/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist var á af fullri hörku í myndveri Hringbrautar en þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins mættust í Pólitíkinni með Páli Magnússyni.

Að öllum líkindum er leitun að mönnum sem eru jafn langt frá hvor öðrum á hinum hefðbundna hægri/vinstri skala stjórnmálanna. Guðlaugur Þór er fyrrum formaður Sambands Ungra Sjálfstæðismanna og hefur vaktað hægri væng stjórnmálanna innan Sjálfstæðisflokksins. Hefur Guðlaugur meðal annars staðið fyrir aukinni samvinnu yfir Atlantshafið, meðal annars í gegnum Atlantshafsbandalagið. Gunnar Smári stendur svo vaktina hinum megin. Vill Ísland úr NATO, þvertekur fyrir aukinn einkarekstur og vill að hið opinbera auki umsvif sín til muna.

Ef fram fer sem horfir mun Sósíalistaflokkurinn ná yfir 5% þröskuldinn og verða þá Guðlaugur og Gunnar Smári kollegar á þinginu næstu fjögur ár.

Í þættinum fóru þeir félagar yfir utanríkismál, hugmyndafræði sósíalismans, fjölmiðla, skoðanakannanir og margt fleira. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Þátturinn er svo á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 19:30 og aftur klukkan 21:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins