fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Eyjan

Hannes segir hnattræna hlýnun bjarga mannslífum: „Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 20:30

Hannes Hólmsteinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fjallaði fjölmiðillinn Financial Post um hnattræna hlýnun. Þar var bent á að fleiri manneskjur létu lífið úr kulda, en hita á ári hverju. Þar af leiðandi var því haldið fram að fleiri lífum hefði verið bjargað vegna hnattrænnar hlýnunar, heldur enn hefðu dáið vegna hennar.

Hannes Hólmsteinn, háskólaprófessor, deildi þessari grein á Facebook fyrir skömmu og skrifaði ásamt því:

„Það deyja miklu fleiri úr kulda en hita á hverju ári, svo að hnattræn hlýnun hefur fram að þessu bjargað mannslífum, ekki fargað fólki.“

Hægt er að gera ráð fyrir því að þessi ummæli Hannesar verði umdeild, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lætur orð falla um mál tengd loftlagsmálum. Árið 2019 tjáði hann sig um unga loflagsaktívistan Gretu Thunberg, og spurði hvers vegna eldri kynslóðir ættu að gera eitthvað fyrir yngri kynslóðir:

„Greta Thunberg segist tala fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“

Sjá nánar: Hannes Hólmsteinn hjólar í börn: „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert“

Vert er að taka fram að í grein Financial Post um hnattrænu hlýnunina er tekið skýrt fram að um sé að ræða stórt vandamál sem taka verði á. En þá er því haldið fram að fréttaflutningur um málið sé ójafn og ósanngjarn, og að umfjöllun stjórnmálafólks sé það líka. Í greininni segir:

„Það sem stjórnmálafólk og fjölmiðlar líta fram hjá er að hækkandi hitastig hefur líka áhrif á kuldasveiflur og andlát vegna kulda. […] Þar sem það hentar ekki þessari hefðbundnu loftlags-frásögn þá er ekkert fjallað um þá sem deyja úr kulda.“

Þá er tekið fram að í Bandaríkjunum deyi 100.000 manns á ári úr kulda, og 13.000 í Kanada, sem er 40 sinnum meira en deyja úr hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis