fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Eyjan

Sanna bjóst ekki við að sjá þennan texta á vefsíðu leikskóla – „Dæmi um hvernig hvítur húðlitur er viðmiðið í íslensku samfélagi“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 31. maí 2021 16:18

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, datt ekki í hug að hún myndi sjá söngtexta við ákveðið leikskólalag á vefsíðu hjá leikskóla Reykjavíkurborgar. Sanna fjallar um málið í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Ástæðan fyrir því að Sanna var að leita að umræddum söngtexta er sú að hún var að undirbúa glærusýningu fyrir fræðslu um rasisma. „Það var mjög gaman (en tekur samt alltaf á) að vera með fræðslu um rasisma hjá sjálfboðaliðum Stelpur rokka,“ segir hún í upphafi færslunnar.

„Þegar ég var að setja saman efni í glærupakkann minn, þá ákvað ég að leita að laginu um að allt sem væri „rautt væri falllegt fyrir vin minn litla indjánann og að allt sem væri svart væri fallegt fyrir vin minn svertingjann“. Hélt að það myndi poppa upp í tengslum við eitthvað gamalt sem tilheyrði fortíðinni. Aldrei hefði mér dottið í hug að það fyrsta sem google skilaði væri söngtexti á vefsíðu hjá leikskóla Reykjavíkurborgar.“

„Dæmi um hvernig hvítur húðlitur er viðmiðið í íslensku samfélagi“

Sanna segir að textinn sé ekki alveg eins og hann hafi alltaf verið en hann er þó mjög svipaður. „Textinn hefur verið eitthvað uppfærður frá fyrri tíð, því núna er allt sem er grænt fallegt fyrir „vin minn, litla Jón á Grund“ en ekki fyrir fólk frá Grænlandi og talað er um bláan vin frá Mars, ég man ekki eftir honum í fyrri lögum. Þetta finnst mér vera dæmi um hvernig hvítur húðlitur er viðmiðið í íslensku samfélagi og í samfélaginu yfirhöfuð, það þarf aldrei að gera sérstaklega grein fyrir honum og allir aðrir eru metnir út frá því, oft á neikvæðan hátt,“ segir hún.

Þá veltir Sanna því fyrir sér hvort þetta sé gamall texti eða hvort þetta sé ennþá sungið reglulega. „Nú veit ég ekki hvort að þetta sé einhver gamall texti sem er inni á vefsíðu leikskólans og á eftir að taka út eða hvort að þetta sé ennþá reglulega sungið? En ættu ekki leik- og grunnskólar reglulega að fara yfir efnið sitt og spyrja hvort að þetta sé besta leiðin til þess að fjalla um fjölbreytileika?“

„Hvernig er brugðist við ef rasísk atvik koma fram innan skóla Reykjavíkurborgar?“

Sanna segir að það sé margt í umhverfinu sem getur verið útilokandi fyrir margt fólk og mörg börn sem alast upp hér á landi. „Það eru þessir hversdagsleglegu þættir í kringum okkur sem við erum kannski ekkert mikið að spá í en svo þegar við syngjum upphátt, eru ekkert voða jákvæðir. Það er svo margt í kringum okkur sem er svo útilokandi fyrir margt fólk og mörg börn sem alast upp hér á landi og við þurfum að vera vakandi gagnvart og bregðast við,“ segir hún.

„Í upphafi árs, eða þann 7. janúar lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurnir í borgarráði, eftir samtal við foreldra. Þeim var vísað til skóla- og frístundaráðs og hefur ekki enn verið svarað: Fyrirspurnir varðandi viðbrögð við kynþáttafordómum í skólum: Hvernig er brugðist við ef rasísk atvik koma fram innan skóla Reykjavíkurborgar? Hvaða verklag styðst Reykjavíkurborg við ef að rasísk atvik eiga sér stað innan skóla- og frístundastarfs? Hvernig er tekist á við kynþáttafordóma innan skóla Reykjavíkurborgar? Hvernig er unnið með foreldrum/forráðamönnum, börnum og ungmennum ef að slík atvik eiga sér stað? Hvernig er Reykjavíkurborg að vinna gegn kynþáttafordómum og útlendingaandúð innan skóla- og frístundastarfs? Er fræðslan ólík eftir skólastigum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Læknar senda Lilju Alfreðs í tímabundið veikindaleyfi

Læknar senda Lilju Alfreðs í tímabundið veikindaleyfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

„Kerfið ver sig með kjafti og klóm“

„Kerfið ver sig með kjafti og klóm“