fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 3. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gagnrýndu samtök namibískra fjölmiðlamanna framferði Samherja gegn RÚV og Helga Seljan. Þetta var gert í tilefni alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill meina að allir sem gagnrýna aðför Samherja séu að berjast gegn tjáningarfrelsinu.

„Nú hafa samtök namibískra fréttamanna lýst yfir samstöðu með íslenskum fréttamönnum og fordæma framgöngu Samherja gagnvart fréttamönnum. Verð nú að hrósa þeim á RUV fyrir góða kímnigáfu og frábært skopskyn með því að fá þá í Namíbíu í lið með sér. Gott að vita að það er ekki bara nýkjörin stjórn blaðamannafélags Íslands sem er farin að berjast gegn tjáningarfrelsinu,“ skrifar Brynjar en í gær sendi Blaðamannafélag Íslands frá sér tilkynningu þar sem lýst var yfir óánægju með auglýsingar Samherja, en einnig að þær birtust á mbl.is.

Í dag var síðan norski bankinn DNB dæmdur til að greiða himinháa sekt fyrir lélega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti. Samherji var viðskiptavinur bankans og var bankinn sérstaklega gagnrýndur fyrir viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja.

„Svo sé ég að fréttamenn og stjörnulögmaðurinn eini sanni hafa tekið saman höndum um að láta úrskurð norska fjármálaeftirlitsins um sekt á norska bankann DNB líta út sem áfellisdóm á Samherja,“ skrifar Brynjar.

Hann vill meina að dómurinn hafi ekkert með sök eða sakleysi Samherja að gera. 

„Þetta mál snýst bara um að bankinn hafi ekki í verkferlum sínum fylgt að fullu norskum lögum um eftirlit með peningaþvætti. Þessi svokallaði sendiboði í Efstaleitinu er löngu hættur að vera sendiboði hafi hann einhvern tíma verið það,“ segir Brynjar að lokum.

https://www.facebook.com/brynjar.nielsson/posts/1938481472983023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi