fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Eyjan

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vala Hafstað, rithöfundur, segir fjölmiðla, með Ríkisútvarpið fremst í flokki, vera að svipta íslenskuna af fegurð sinni og þokka. Hún kallar vandamálið „geldingadali íslenskunnar“.

„Upp á síð­kastið hafa æ fleiri frétta­menn stofnunarinnar tekið sér í munn þá ný­lensku sem öðru hverju heyrðist í fyrra, en sem nú virðist hafa verið fyrir­skipuð að ofan. Þar á ég við orð­bragð á borð við stuðnings­fólk, hesta­fólk, björgunar­fólk, lög­reglu­fólk og aðila í alls kyns sam­setningum, í stað stuðnings-, hesta-, björgunar­sveitar- og lög­reglu­manna, o.s.frv.,“ segir Vala í pistil í Fréttablaðinu í dag.

Hún segir það vera ævaforna hefð í íslensku að vísa til óskilgreindra hópa með töluorðum og fornöfnum í karlkyni. Hún segir nýja talsmátann vera afkáralegan og að hann krefjist þess að af fréttamönnum að þeir komist að því fyrir fréttalestur hvort umræddir voru karlar eða konur.

„Það sem virðist hafa gleymst er að konur eru og verða alltaf menn. „Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona,“ sagði Vig­dís Finn­boga­dóttir árið 1980. Þetta hefur lýðum verið ljóst fram að þessu, en nú er allt gert af á­kveðnum þrýsti­hópum til að vé­fengja það. Á vef­síðu RÚV stendur: „Ríkis­út­varpið er út­varp allra lands­manna.“ (Seinasta orðið hefur greini­lega gleymst að strika út í takt við ný­lensku­stefnuna.) Þar af leiðandi er stofnunin í leið­toga­hlut­verki. Þar stendur einnig: „Við leggjum sér­staka rækt við ís­lenska tungu“,“ segir Vala en hún vill meina að Ríkisútvarpið hafi algerlega brugðist í þeirri rækt.

Hún segir áhrif Ríkisútvarpsins vera gífurleg þar sem ungt fólki lesi takmarkaðan fjölda bóka og sæki alla sína afþreyingu og upplýsingar ýmist á netið, í hlaðvarp eða útvarp.

„Stuðningur við ný­lenskuna er á mis­skilningi byggður. Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera, heldur ber hún ein­fald­lega vott um ein­strengings­legan hugsunar­hátt og al­geran skort á mál­til­finningu. Hún snýst ekki um jafn­réttis­bar­áttu heldur ýmist um of­stæki, sýndar­mennsku eða ótta við álit þrýsti­hópa. Það er hrein fá­sinna að líta á þessa af bökun tungu­málsins sem mikil­vægt vopn í bar­áttunni fyrir jafn­rétti,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig út í hött að vinna markvisst að því að útrýma orðum sem eru fjarri því að kasta rýrð á nokkurn hóp. „Þeir sem ný­lenskunni beita af­mynda tungu­málið undir yfir­skini til­tekinnar hug­mynda­fræði, en um leið rýra þeir og raska hefð­bundinni merkingu fjöl­margra orða.“

Vala segir afleiðinguna vera að þeir sem aðhyllist ekki nýlenskuna séu brennimerktir sem karlrembur eða íhaldspakk og að nýja kynslóðin fái brenglaðan skilning á öllu sem áður var ritað.

„Hún fer t.d. að trúa því að hesta-, björgunar­sveitar- og starfs­menn hafi aldrei verið annað en karl­kyns. Af lestri gamalla frétta mun hún í­mynda sér að allir sem nokkurn tíma hafi verið hand­teknir, fluttir á sjúkra­hús, eða verið með ó­spektir í mið­bænum hafi verið karl­menn. Hún mun á­lykta að manna­mót hafi verið karla­sam­komur, manna­matur hafi verið ætlaður körlum einum, mann­gengir hellar verið lokaðir konum, að mann­ýg naut hafi að­eins ráðist á karla, o.s.frv.,“ segir Vala.

„Ef fram fer sem horfir mun verða brýn þörf á að fá and­lausa skrif­finna, sér­hæfða í tungu geld­leikans, til að endur­rita allar okkar bók­menntir og aðrar ritaðar heimildir sem fylgt hafa þjóðinni um aldir. Þar mun mann­dráps­veður trú­lega verða kallað fólks­dauða­veður, manna­fælur ein­stak­linga­fælur, mann­gangur stykkja­hreyfingar, manna­mál fólks­mál, mann­broddar ein­stak­lings­broddar, lands­menn lands­fólk, mann­tal manneskju­tal, manna­mót aðila­hittingar, og skessur munu ekki lengur finna manna­þef í helli sínum, heldur aðila­fýlu,“ segir Vala að lokum og bætir við að henni sjálfri finnist aðilafýlan óbærileg og hvetur hún útvarpsstjóra til að gera allt sem í valdi hans stendur til að eyða nýlenskunni og forða íslenskunni frá þessari ógn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ungir sjálfstæðismenn skora á Brynjar að endurhugsa ákvörðun sína

Ungir sjálfstæðismenn skora á Brynjar að endurhugsa ákvörðun sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spáir olíuskorti

Spáir olíuskorti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þau sem gagnrýndu samstarfið mest tapa í prófkjörinu; Brynjar og Sigríður“

„Þau sem gagnrýndu samstarfið mest tapa í prófkjörinu; Brynjar og Sigríður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Aftur sviptingar í prófkjöri xD – Friðjón mættur á topp 8 og Sigríður dettur út

Aftur sviptingar í prófkjöri xD – Friðjón mættur á topp 8 og Sigríður dettur út