Ó­trú­legt er að ríkis­stjórn, þar sem flokkarnir áttu fátt sam­eigin­legt annað en and­stöðu við ESB, skyldi á­kveða að hengja sig al­farið á mis­heppnaða bólu­setningar­á­ætlun sam­bandsins. Hvernig í ó­sköpunum var komist að því að það væri þjóðinni fyrir bestu, og á sama tíma að ekkert Plan B var fyrir hendi? Bólu­setningar­klúður stjórn­valda, sem er einkum á á­byrgð heil­brigðis­ráð­herra, eru af­glöp af áður ó­þekktri stærðar­gráðu.