fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Gæti allt eins verið svikalogn segir Aðalheiður um stöðuna í stjórnmálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 09:00

Aðalheiður Ámundadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin áratug hefur eins konar stjórnarkreppa ríkt hér á landi og hún hefur jafnvel ríkt lengur en það. En svo virðist að það mikla vantraust sem hefur ríkt í garð stjórnmála frá efnahagshruninu hafi verið á undanhaldi að undanförnu.

Þetta segir í inngangi pistils Aðalheiðar Ámundadóttur í Fréttablaðinu í dag en hann ber yfirskriftina „Svikalogn“. Hún segir að á undanförnum misserum hafi blaðamenn Fréttablaðsins rætt við marga stjórnmálaleiðtoga sem upplifi jákvæðni og vaxandi áhuga á stjórnmálastarfi. „Sá áhugi hefur að einhverju leyti verið staðfestur á undanförnum vikum, enda keppist frambærilegt fólk um allt land við að lýsa því yfir að það vilji taka þátt með sínum flokki fyrir kosningarnar í haust,“ segir Aðalheiður og bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið erfitt að fá frambærilegt fólk til starfa í stjórnmálum þar sem það hafi bæði verið illa launað og illa séð.

Hún segir að heimsfaraldurinn hafi minnt okkur á kosti þess að geta staðið saman þegar erfiðleikar steðja að og kannski ekki síst á mikilvægi þess að í stjórnmálum sé hæft og yfirvegað fólk. „Faraldurinn hefur í rauninni veitt stjórnmálafólki aðhald og haldið popúlisma í skefjum. Flest stjórnmálafólk virðist skilja að þjóðin hefur ekki húmor fyrir upplýsingaóreiðu, rangfærslum og almennu rugli á erfiðum tímum. Sú tilfinning um stjórnmálastöðugleika sem svifið hefur yfir vötnum gæti verið vísbending um að við séum loksins að jafna okkur eftir hrunið. En það er allt eins líklegt að um svikalogn sé að ræða, við séum að anda í kviðinn rétt á meðan heimsfaraldurinn ríður húsum,“ segir hún.

Hún segir síðan að sorglegt sé að fylgjast með hvernig þetta tækifæri virðist ætla að renna stjórnmálunum úr greipum. „Nú hefði verið kjörið að vinda ofan af þeim vítahring sem stjórnmálaandúð almennings hefur skapað, en fólkið í landinu situr nú eitt við sáttaborðið, hokið af nýfenginni þolinmæði, með útrétta sáttarhönd sem enginn tekur í. Stjórnmálamennirnir eru of uppteknir, ýmist í ólöglegu partístandi eða í samkeppni hver við annan um heiður og frama. Sú nýbreytni hefur meira að segja verið tekin upp meðal þingmanna að stela þingmálum jafnt samherja sinna sem andstæðinga, í þeirri óskiljanlegu trú að slík háttsemi sé þeim til framdráttar,“ segir hún og bætir við að hinir rótgrónu stjórnmálaflokkar séu of uppteknir af eigin illdeilum til að hafa tíma eða áhuga á að endurheimta traust almennings.

Þetta segir hún að leiði til þess að þessi aukni stjórnmálaáhugi landsmanna verði því að finna sér farveg í smærri flokkum eða með stofnun enn fleiri flokka. „Þá er viðbúið að vonin um bjartari tíma í íslenskum stjórnmálum muni brjótast út í gremju og endurnýjaðri stjórnmálaandúð, enda mun koma á daginn þegar talið verður upp úr kössunum að atkvæðin sem hið nýja grasrótarstarf aflaði, fara flest til gömlu flokkanna sem hagnast á ójafnræði kjördæmakerfisins. Þegar öllu er á botninn hvolft liggja þar hin glötuðu tækifæri undanfarinna missera þrátt fyrir mikið púður í bæði stjórnarskrárbreytingar og nýja kosningalöggjöf,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross