fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Eyjan

Mannlíf veldur usla hjá Pírötum – „Flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var albanskur maður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á skemmtistað í febrúar árið 2019. Umræddur maður var kjörinn áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði Pírata nokkrum mánuðum áður en það kom fram í tilkynningu frá Pírötum árið 2018.

Mannlíf birti frétt um dóminn með fyrirsögninni „Áheyrnarfulltrúi Pírata dæmdur fyrir hrottalega nauðgun“ og fjalla um dóminn sem og starf mannsins hjá Pírötum. Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, hafði samband við Mannlíf og sagði Pírata hafa fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum í gær og að Reebar tengdist flokknum ekkert í dag. Einnig spratt upp lífleg umræða í Facebook-hópnum Pírataspjallið, þar sem Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi í prófkjöri Pírata, birti færslu um grein Mannlífs. Færslunni var eytt úr hópnum en Magnús birti færsluna einnig á Facebook-síðu sinni.

Fjölmörg ummæli voru á færslu Magnúsar á Pírataspjallinu en meðal annars segir Frímann nokkur: „Það er svo auðvelt að kalla allt popúlisma. En staðreyndin er sú að flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður. Ef ekki hefði verið fjallað um það hefði verið um mjög slaka fréttamennsku að ræða og ef þér finnst umræða um það ekki geta útskýrast af neinu nema að „koma höggi á Pírata og hælisleitendur“ tel ég að þú sért varla hæfur í stjórnmál.”

Guðný nokkur tekur undir með Frímanni og segir: „Fjölmiðlar hafa undanfarin ár tekið það fram þegar kynferðisbrotamenn tengjast stjórnmálaflokkum. Við höfum öll lesið alveg helling um Sjálfstæðispervertana. Næst komu svo Samfylkingarpervertarnir. Og nú Píratapervert. Að ógleymdum Klausturdónunum. Svo getur fólk bara valið hvaða flokksdónum það vill velta sér uppúr.”

Það var Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, einn stjórnanda Pírataspjallsins, sem fjarlægði færsluna úr hópnum en hún birti aðra færslu þar sem hún útskýrir mál sitt.

„Tilkynning vegna færslu sem var fjarlægð af Pírataspjallinu

Ég fjarlægði færslu vegna aðilans sem dæmdur var fyrir nauðgun. Ástæða er sú að eftir ábendingar til stjórnenda spjallsins þá þótti myndbirting af aðilum sem eru ótengd þessu broti og dómi tengd við þá aðila.

Það er ekki verið að stöðva umræður vegna málsins en vegna efnislegs innihalds fréttarinnar þá var færslan fjarlægð vegna myndarinnar en ekki vegna umfjöllunarefnisins“

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, svarar Elínu:

„Það er ljótt að fela sannleikann og svo erum við þannig að við getum valið okkur meðreiðarsveina. Píratar velja illa, en við hverju er að búast?“ en hann hefur ekki fengið svar við ummælum sínum.

Ekki hafa fleiri færslur um málið birst í hópnum en allt lítur út fyrir að Píratar ætli ekki að tjá sig meira um málið þar sem maðurinn tengist flokknum ekki lengur.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn leggja fram frumvarp varðandi breytingar á áfengislögum

Framsóknarmenn leggja fram frumvarp varðandi breytingar á áfengislögum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir að ráðist sé á meðlimi siðanefndar RÚV – „Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara“

Brynjar segir að ráðist sé á meðlimi siðanefndar RÚV – „Mér finnst að Föstudagurinn langi eigi að vera dagur uppljóstrara“