fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Eyþór dregur framboð sitt til baka og segist hættur í pólitík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. desember 2021 00:27

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt til baka og hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi prófkjörsslag.

Hildur Björnsdóttir tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hún myndi sækjast eftir því að verða næsti oddviti Sjálfstæðismanna og að hún vildi verða borgarstjóri Reykjavíkur. Því stefndi í baráttu um fyrsta sætið þeirra á milli en nú er ljóst að af þeim slag verður ekki.

Eyþór tilkynnti þessa ætlun sína í Facebook færslu nú rétt eftir miðnætti í kvöld.

Í færslunni segir Eyþór að ákvörðunin sé tekin af persónulegum ástæðum, en ekki pólitískum og að hann „óttist ekki niðurstöðu í nokkru prófkjöri.“

Þá segir hann fremur vilja einbeita sér að sínum persónulegum málum. „Fram undan er löng og ströng kosningabarátta sem kallar á að allt annað víki á meðan. Ég hef einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að ég þurfi og vilji meiri tíma til að sinna mér og mínu, heimili og hugðarefnum. Nú er það annarra að taka við keflinu í því boðhlaupi sem pólitíkin er,“ skrifar Eyþór meðal annars.

Færslu Eyþórs má sjá hér í heilu lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi