fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Erdogan telur sig vita betur en hagfræðingar – Afleiðingin er gjaldmiðilskreppa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:00

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, telur sig vita betur en hagfræðingar og hefur með ummælum sínum valdið því að gengi tyrknesku lírunnar hefur hríðfallið og landið stendur frammi fyrir mikilli gjaldmiðilskreppu.

Flestir sérfræðingar eru sammála um að gjaldmiðilskreppan sé Erdogan að kenna því hann heldur því fram að háir vextir séu orsök þess efnahagsvanda sem Tyrkir glíma við.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan sendir gengi lírunnar í sannkallaða rútsíbanareið. Fyrir þremur árum höfðu ráðgjafar hans komið á hádegisverðarfundi hans og hóps áhrifamikilla fjárfesta í Lundúnum. Áður hafði tyrkneska seðlabankanum tekist að koma ró á efnahagsástandið í landinu með því að hækka vexti. Erdogan átti að róa fjárfestana og gera út af við síðustu áhyggjur þeirra.  En þess í stað formælti hann vaxtahækkun seðlabankans í bak og fyrir og sáði efasemdum um sjálfstæði hans. Hann endurtók þetta síðan í viðtali við Bloomberg.

Á næstu tíu dögum féll gengi lírunnar og náði nýjum lægðum þegar greiða varð fimm lírur fyrir einn dollara en 2011 kostaði einn dollari 1,6 lírur. Nú er sagan að endurtaka sig.

Erdogan er búinn að reka þrjá seðlabankastjóra síðan 2019 en þeim varð það á að hækka vextir. Opinberlega eru seðlabankastjórarnir og seðlabankinn sjálfstæðir og óháðir ríkisstjórninni en sá seðlabankastjóri sem nú situr hlýðir öllum fyrirmælum Erdogan. Á síðustu þremur mánuðum hefur bankinn lækkað stýrivextina úr 19% í 15% þrátt fyrir að það hafi valdið gengisfalli lírunnar og komið verðbólgunni upp í tæplega 20%.

En það virðist ekki hræða Erdogan og á mánudaginn lofaði hann „með guðs hjálp“ að vinna „stríðið um efnahagslegt sjálfstæði“ gegn erlendum árásarmönnum sem hann hefur lengi sakað um að standa á bak við efnahagsvandann. Boðskapur hans sendi gengi lírunnar enn lengra niður. Frá áramótum hefur gengi hennar lækkað um 40% og helmingurinn af þeirri lækkun átti sér stað síðust sjö daga. Nú kostar einn dollari um 12 lírur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi