fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Eyjan

Íris segir sannleikann nú kominn á hreint í eineltismálinu – Ásakanirnar hafi ekki átt við nein rök að styðjast

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:59

Íris Róbertsdóttir. mynd/Tryggvi Már

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, greinir frá því á Facebook að óháðir og löggildir fagaðilar segi að ásakanir um að hún hafi lagt yfirhafsögumann Vestmannaeyjahafnar, Andrés Þorstein Sigurðsson í einelti.

Í sumar var greint frá því að Andrés hefði sagt starfi sínu lausu vegna þessa meinta eineltis, og að hann hygðist finna sér samskonar starf í öðru bæjarfélagi. Íris harðneitaði þessum ásökunum.

Hún segir að utanaðkomandi sérfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka málið og að niðurstaða þeirra sé sú að eineltið hafi ekki átt sér stað.

Sjá einnig: Sakar Írisi bæjarstjóra um einelti og segir upp störfum

Sjá einnig: Íris neitar ásökunum um einelti

Íris segir að niðurstaðan komi sér ekki á óvart, en hún sé ánægð með að málinu sé nú lokið. En hún segir að einelti sé eitthvað sem sé fjarri hennar eðli.

Færsla hennar er eftirfarandi:

„Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum.

Þegar þessar ásakanir komu fram í sumar, eins og greint var frá í fjölmiðlum, var tekin sú ákvörðun að verða við kröfu viðkomandi um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til ofangreindir utanaðkomandi sérfræðingar.

Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“
Eyjan
Í gær

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“

Guðni gerir upp fortíðina – Halldór var á móti honum – „Formaðurinn vildi mig ekki sem ráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“

Verkalýðs-Villi svarar Lækna-Tómasi og kemur stóriðjunni til varnar – „Nei fjandakornið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó

Orðið á götunni: Sögulegar sættir í Samfylkingunni – Heiða Björg fékk að fara líka til Mexíkó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar

Yfirlýsing Landverndar vegna stjórnarsáttmála – Fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar