fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Íris segir sannleikann nú kominn á hreint í eineltismálinu – Ásakanirnar hafi ekki átt við nein rök að styðjast

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:59

Íris Róbertsdóttir. mynd/Tryggvi Már

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, greinir frá því á Facebook að óháðir og löggildir fagaðilar segi að ásakanir um að hún hafi lagt yfirhafsögumann Vestmannaeyjahafnar, Andrés Þorstein Sigurðsson í einelti.

Í sumar var greint frá því að Andrés hefði sagt starfi sínu lausu vegna þessa meinta eineltis, og að hann hygðist finna sér samskonar starf í öðru bæjarfélagi. Íris harðneitaði þessum ásökunum.

Hún segir að utanaðkomandi sérfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka málið og að niðurstaða þeirra sé sú að eineltið hafi ekki átt sér stað.

Sjá einnig: Sakar Írisi bæjarstjóra um einelti og segir upp störfum

Sjá einnig: Íris neitar ásökunum um einelti

Íris segir að niðurstaðan komi sér ekki á óvart, en hún sé ánægð með að málinu sé nú lokið. En hún segir að einelti sé eitthvað sem sé fjarri hennar eðli.

Færsla hennar er eftirfarandi:

„Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum.

Þegar þessar ásakanir komu fram í sumar, eins og greint var frá í fjölmiðlum, var tekin sú ákvörðun að verða við kröfu viðkomandi um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til ofangreindir utanaðkomandi sérfræðingar.

Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“