fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þingnefnd mælir með ákæru á hendur Jair Bolsonaro vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 08:00

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk þingnefnd hefur samþykkt skýrslu, þar sem mælt er með að Jair Bolsonaro forseti, verði ákærður vegna viðbragða hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Leggur nefndin því til að forsetinn verði ákærður. Atkvæði féllu 7-4 þegar atkvæði voru greidd um skýrsluna.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni sé lagt til að forsetinn verði ákærður fyrir margvísleg brot í starfi, til dæmis skottulækningar, glæpi gegn mannkyni og misnotkun á almannafé.

Rúmlega 600.000 Brasilíumenn hafa látist af völdum COVID-19 og er þetta næst mesti fjöldi látinna í einu landi, aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist. Bolsonaro hefur verið sakaður um að setja efnahaginn ofar en mannslíf í forgangsröðun sinni í baráttunni við faraldurinn.

Fyrrnefnd skýrsla er afrakstur sex mánaða rannsóknar á viðbrögðum stjórnar Bolsonaro við heimsfaraldrinum. Það er því ekki útilokað að Bolsonaro verði dreginn til ábyrgðar fyrir dauða þeirra rúmlega 600.000 sem hafa látist af völdum COVID-19.

Forsetinn neitar að hafa gert nokkuð rangt og líklegt má telja að hann hafi ekki miklar áhyggjur af hugsanlegri ákæru því það er í höndum Augusto Aras, ríkissaksóknara, að gefa út slíka ákæru ef til þess kemur. Hann var útnefndur í embættið af Bolsonaro og er almennt talinn tryggur varðhundur forsetans og því ólíklegt að hann ákæri hann.

En þótt að ákæra verði ekki gefin út er líklegt að skýrslan og samþykkt þingmannanefndarinanr kyndi enn frekar undir gagnrýni á hendur Bolsonaro sem stefnir að endurkjöri á næsta ári en það gæti orðið á brattann að sækja. Vinsældir hans fara mjög dvínandi miðað við niðurstöður skoðanakannana.

Frá upphafi faraldursins hefur Bolsonaro skemmt fyrir sóttvarnaaðgerðum héraðsleiðtoga og sagt að ekki mætti skaða efnahagslífið því það myndi gera stöðu fátækra landsmanna enn verri.

Hann hefur einnig ítrekað mælt með notkun malaríulyfs gegn veirunni en rannsóknir hafa sýnt að það gagnast ekki. Hann hefur komið opinberlega fram án þess að nota andlitsgrímu og efast um gagnsemi bóluefna.

Hann hefur varið sjálfan sig og sagt að hann sé meðal fárra þjóðarleiðtoga sem séu nægilega hugrakkir til að standa gegn pólitískri rétthugsun og ráðleggingum alþjóðaheilbrigðismálastofnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn