fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Eyjan

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:45

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekar kröfur sínar um fullar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Núverandi takmarkanir eru í gildi fram á miðvikudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að möguleikarnir í stöðunni séu þrír, að halda óbreyttum takmörkunum, aflétta að hluta eða aflétta af öllu.

Nokkrir tugir Covid-smita eru nú greind daglega en alvarleg veikindi af sjúkdómnum eru fátíð enda mikill meirihluti þjóðarinnar bólusettur fyrir Covid-19.

Í nokkuð hæðnisfulltri grein sem Hildur birtir í Fréttablaðinu í dag bendir hún á að lífið sjálft sé hættulegt. Árlega látist yfir 10 þúsund manns í Bandaríkjunum við að falla fram úr rúminu sínu. Þá rekur Hildur töluleg dæmi um hættuna við að látast í slysum og af völdum hryðjuverka. Síðan segir hún:

„Íslendingum hefur gengið vel í baráttunni við kórónaveiruna, þó margir hafi sannarlega farið illa úr faraldrinum. Nú þegar 90% fullorðinna eru bólusettir er kórónaveirusmit ekki stærsta ógnin við líf og heilsu manna. Þegar fólk er daglega áminnt um yfirvofandi hættu með reglulega uppfærðum smittölum skynjar það hugsanlega meiri ógn en ástæða er til. Hætturnar eru allt um kring og þær algengustu fáum við sjaldnast fréttir af.“

Hildur segir að það sé lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu og öll deyjum við á endanum. Hún krefst afléttinga strax:

„Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu. Öll munum við óhjákvæmilega deyja. Við megum hins vegar ekki vera svo óttaslegin við dauðann að við látum lífið fara fram hjá okkur.

Afléttingar strax.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi

Segir óhjákvæmilegt að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu í Þýskalandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Albanía gæti orðið endastöð förufólks sem fer yfir Ermarsund

Albanía gæti orðið endastöð förufólks sem fer yfir Ermarsund
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“

Sauð upp úr í Silfrinu: Umræða um spítalann setti allt á hliðina – „Þegar það leggst inn fjöldi sem samsvarar þingflokki Sjálfstæðisflokksins verða takmarkanir út um allt í samfélaginu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta kaupir hið opinbera af áskriftum prentmiðla – Mogginn fær langmest en Stundin lítið sem ekkert

Þetta kaupir hið opinbera af áskriftum prentmiðla – Mogginn fær langmest en Stundin lítið sem ekkert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hulda ráðin til dk hugbúnaðar

Hulda ráðin til dk hugbúnaðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Ingi sakar Tómas um karlrembu og læknahroka – „Fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum“

Björn Ingi sakar Tómas um karlrembu og læknahroka – „Fengu á sig hrútskýringu til baka frá yfirlækninum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.

Þrjú rótgróin iðnfyrirtæki sameinast – Áætluð velta verður um 4 milljarða fyrir 2023.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ