fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Heilbrigðisráðuneytið neitar að upplýsa um kostnað við bóluefnakaup

Heimir Hannesson
Mánudaginn 4. janúar 2021 16:50

Svandís Svavarsdóttir Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn DV um kostnað við kaup á bóluefni BioNTech og Pfizer. Í svarinu segir að ráðuneytinu sé óheimilt að upplýsa um kostnaðinn og segir það ekki lagalega skylt að upplýsa um hann samkvæmt upplýsingalögum.

DV lagði neðangreinda fyrirspurn fyrir heilbrigðisráðuneytið þann 29. desember.

  1. Hvað kostar skammturinn af Pfizer bóluefninu, „fob“ – þ.e.a.s. frá framleiðanda ekki kominn til Íslands.
  2. Hver sér um flutninginn, kaupandinn (íslenska ríkið), eða seljandinn?
  3. Hvað kostaði flutningur bóluefnisins með einkaþotu?
  4. Verða næstu skammtar sendir með einkaþotu frá meginlandi Evrópu eins og síðast?

Í svari heilbrigðisráðuneytisins segir að ráðuneytinu sé ekki heimilt að upplýsa um kostnaðinn „samkvæmt samningi.“ Vísar ráðuneytið þá til 9. gr. upplýsingalaga sem kveður á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila,“ segir í greininni.

Hvað flutning á bóluefninu og kostnað við flutning þess með einkaþotu segir ráðuneytið að framleiðandi efnisins í Belgíu hafi annast og ábyrgst flutninginn til Íslands. „Þar með talin er ákvörðun um flutningsmátann,“ segir í svarinu.

Verðlagning bóluefnanna hefur verið haldið leyndu víða um heim og aðeins örfáar vísbendingar um verð þess læðst út. Þannig tísti ráðherra í ríkisstjórn Belga, Eva De Bleeker, óvart þeim upphæðum sem Evrópusambandið mun greiða fyrir bóluefnið sem það kaupir. Upplýsingarnar eru enn óstaðfestar, og eyddi De Bleeker tístinu eftir aðeins skamma stund. Samkvæmt tístinu er verðskráin svona, yfirfærð í íslenskar krónur samkvæmt gengi dagsins í dag.

Oxford University / AstraZeneca: $2.18 (278 kr.)
Janssen/Johnson & Johnson: $8.50 (1.085 kr.)
Sanofi/Glaxo Smith Klein: $9.27 (1.183 kr.)
Pfizer/BioNTech: $14.71 (1.878 kr.)
CureVac: $12.26 (1.567 kr.)
Moderna: $18.00 (2.299 kr.)

Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem birt var á gamlársdag kom fram að Ísland hefði þá tryggt sér um 250.000 skammta af Pfizer bóluefninu, 128.000 skammta af Moderna efninu, 230.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og 235.000 skammta frá Johnson & Johnson.

Samtals hefur ríkið því tryggt sér 843.000 af bóluefni við Covid-19.

Mikil óvissa ríkir nú um afhendingu þessara skammta, en bráðaleyfi hefur aðeins verið veitt fyrir notkun á Pfizer/BioNTech. Búist er við samskonar leyfi fyrir notkun á Moderna bóluefninu á næstu dögum. Leyfi fyrir AstraZeneca og Janssen lyfinu er ekki að vænta strax. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir því að AstraZeneca byrji að afhenda lyfið á fyrsta ársfjórðungi og að Janssen/Johnson & Johnson muni ekki byrja að afhenda sitt fyrr en á þriðja ársfjórðungi.

Ef Ísland fær alla skammtana sem landinu hefur verið lofað má ætla að kostnaðurinn, miðað við verðskrána sem De Bleeker birti, gera ráð fyrir að kostnaðurinn verði rúmur milljarður. Þó má gera ráð fyrir því að verð til Íslands sé talsvert hærra og er þá litið til flutningskostnaðar, en fyrstu 10.000 skammtarnir sem Ísland fékk afhent voru afhentir, sem fyrr sagði, með einkaþotu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“