fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Skelfileg staða drengja – Helga vill lestrarömmur og lestrarafa í skólana

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 14:15

Helga Dögg Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari með M.Sc. og M.Ed., skrifaði grein í Kjarnann þar sem hún fer yfir vanda ungra drengja í grunnskóla. Að hennar sögn er læsi drengja á grunnskólastigi skelfilegt og hjá mörgum undir þeim  mörkum að þeir geti náð einhverju út úr öðru námsefni. Helga bendir á að ríkisstjórnir síðustu ára hafa lítið gert í að bæta þetta, þótt lausnin sé ekkert rosalega flókin.

„Í mörg herr­ans ár hefur fag­fólk bent á vanda drengja í skóla­kerf­inu. Árið 1997 lögðu nokkrir þing­menn, m.a. Svan­fríður Jón­as­dóttir og Siv Frið­leifs­dótt­ir, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu „Staða drengja í grunnskólum“ sem kvað á um að stofna nefnd sem skoði stöðu drengja í grunn­skól­an­um. Þar seg­ir: „Alþingi ályktar að fela mennta­mála­ráð­herra að skipa nefnd sem leiti orsaka þess að drengir eiga við meiri félags­leg vanda­mál að etja í grunn­skólum en stúlkur og náms­ár­angur þeirra er lak­ari.” Þessa nefnd kannast Helga ekki við og gefur í skyn að hún hafi aldrei verið stofnuð.

„Und­an­farin ára­tug eða svo hefur fag­fólk bent á lélega lestr­ar­getu drengja og lesskiln­ing þeirra. Margir ráð­herrar mennta­mála hafa farið og kom­ið. Enn er staða drengja slæm og sam­kvæmt tölum sem til eru lag­ast ekk­ert. Fer versn­andi ef eitt­hvað er. Grein­ingum fjölgar og lyfja­notkun hegð­un­ar­lyfja eykst.” en á árunum 2006-2015 fjölgaði ávísum á ADHD lyfjum á Íslandi um ca. 150%. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item30130/enn-aukning-i-avisunum-adhd-lyfja-a-islandi

Kynfræðsla frekar en lestur?

Helga spyr hvers vegna það hafi gengið vel að sannfæra ráðherra um endurbætur á kynfræðslu í grunnskólum en ekki læsi drengja. „Áhuga­menn um kyn­fræðslu í grunn­skólum létu í sér heyra. Vantar femínískt sjón­ar­horn inn í fræðsl­una eftir því sem næst verður kom­ist. Áhuga­fólkið hitti ráð­herra í hjartastað. Kyn­fræðsla og upp­bygg­ing hennar bygg­ist meðal ann­ars á lestri. Hvað ger­ist þegar helm­ingur þeirra sem njóta kyn­fræðsl­unnar getur ekki lesið sér til gagns?” bendir Helga á.

Síðan nefnir hún að ábyrgðin á lestækninni liggi hjá skólunum en ábyrgðin á æfingunni liggi hjá foreldrum. „Þegar í grunn­skól­ann kemur ættu for­eldrar að skrifa undir samn­ing við skól­ann að þeir sjái um þjálfun lest­urs­ins heima fyr­ir. Skól­inn og for­eldrar eiga að setja sam­eig­in­lega mark­mið með lestrarkennslu nem­enda, drengja og stúlkna. Þegar skól­inn og for­eldrar vinna að sömu mark­miðum getur varla neitt annað en gott komið út úr því fyrir nem­anda. Standi for­eldrar ekki við samn­ing ætti skól­inn að kalla þá inn til við­ræðna um mark­miðin sem voru sett fyrir barn­ið. Allt í þágu barns­ins, lestr­ar­getu þess og fram­vindu í námi. For­eldrar þurfa að axla ábyrgð á barni sínu þegar að lestri og námi kem­ur.“ og bætir við að sumir hafa ekki þetta bakland til að sinna lestrarþjálfun en þá þurfi skólinn að taka til sinna ráða.

Í lok greinar sinnar minnir Helga á áhugaverða lausn á þessum vanda, sem raunar hefur verið beitt áður:

„Fyrir nokkrum árum voru til staðar lestr­ar­ömmur og -af­ar. Þá var fólki á líf­eyr­is­aldri gert kleift að koma inn í skól­ann og þjálfa börn í lestri. Það væri vel ef slíkt kerfi væri tekið upp að nýju og að eldra fólkið hefði áhuga á að vera þjálf­ari í lestri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki