fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Inga segir nóg komið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 08:59

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður, skrifar pistil í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Nú er nóg komið“ þar sem hún fjallar um kórónuveiruna og hættuna sem stafar af henni.

Í pistlinum segir hún að fyrir tæplega ári síðan hafi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagt að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær, „Wuhan-veiran bærist hingað til lands“. Síðan hafi veiran flætt yfir heimsbyggðina með skelfilegum afleiðingum.

„Fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi með Covid-19 í lok febrúar. Fyrsta dauðsfallið varð síðan um miðjan mars. Um var að ræða ungan ferðamann sem lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Samtals hafa nú í þremur bylgjum faraldursins látist 29 einstaklingar hér á landi af völdum veirunnar,“ segir Inga og bætir við að sóttvarnalæknir voni að þær aðgerðir, sem eru viðhafðar á landamærunum, dugi til að koma í veg fyrir enn eina bylgju faraldursins.

„Þrátt fyrir það er vitað að til eru þeir sem hirða ekkert um reglurnar, heldur segjast taka sóttkví en eru svo mættir út í búð samdægurs. En það er algjörlega galið að bíða bara og vona. Reynslan ætti að hafa kennt okkur betur en svo. Stjórnvöldum er í lófa lagið að koma í veg fyrir að ný afbrigði veirunnar berist inn í landið. Við erum búin að fá nóg af hringlandahætti þar sem „meðalhóf“ og „efnahagur“ eru sett skör hærra en líf okkar, frelsi og öryggi,“ segir Inga og bendir á að síðasta sumar hafi verið gott. Reglum hafi verið fylgt og fólk hafi staðið saman. Þjóðin hafi átt betra skilið en að veirunni væri hleypt inn í landið á nýjan leik.

Hún víkur síðan að því sem hún segir vera klúður með bóluefni. „Ósjálfstæði okkar í utanríkismálum er löngu orðið að sjálfstæðu þjóðarmeini. Það sannast nú, þegar við vansæl bíðum sameiginlegt skipsbrot með Evrópusambandinu sem við hengdum okkur alfarið á í útvegun bóluefnis. Ríkisstjórnin virðist hafa skapað alltof miklar væntingar sem ekki er innistæða fyrir. Bóluefnið sem berst til landsins dugar vart upp í nös á ketti og enginn virðist vita hvenær við fáum meira,“ segir hún og bætir við að ef áfram verði haldið að taka áhættu við landamærin með þeim afleiðingum að fjórða bylgja faraldursins skelli á þá sé ábyrgðin á því algjörlega hjá stjórnvöldum.

„Hér er um þjóðaröryggismál að ræða. Stjórnvöld með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hafa líf okkar í höndunum, og ber að vernda það með öllum ráðum. Það er með öllu ófyrirgefanlegt að taka þá áhættu að veiran berist inn í landið með ferðamönnum sem ættu undir þessum kringumstæðum alls ekki að komast hingað,“ segir hún í lok pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum
Inga segir nóg komið

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt