fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Stefna að byggingu vetnisverksmiðju á Grundartanga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 07:59

Norðurál á Grundartanga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Qair á Íslandi hefur sótt um lóð á Grundartanga undir vetnis- og vetnisafleiðuframleiðslu. Í fyrsta áfanga hyggst fyrirtækið, sem er franskt, nota 280 megavött af rafmagni en megnið af því mun fást frá áformuðum vindorkuverum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Þetta er mikið framlag í loftslagsmálum og leysir af hólmi gríðarlega losun á CO2-ígildum,“ er haft eftir Tryggva Þór Herbertssyni, stjórnarformanni Qair á Íslandi.

Hann sagði að hugmyndin væri að hefja vetnisframleiðslu á Grundartanga ef tilskilin leyfi fást og að rafmagnið sem notað verður komi frá vindmyllugörðum sem fyrirtækið er að þróa. Vetni, sem ekki verður notað hér á landi, verður breytt í ammoníak og flutt þannig úr landi.

Fyrirtækið hefur í hyggju að reisa vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði í Dalasýslu og í Múla ofan Borgarfjarðar að sögn Tryggva. Verður rafmagnið flutt um dreifikerfi Landsnets. Einnig þarf fyrirtækið að kaupa grunnorku af öðrum raforkuframleiðendum eða um 30% af orkuþörfinni.

Reiknað er með að 270 manns vinni í verksmiðjunni þegar hún verður komin í fullan gang. Tryggi sagði að engin umhverfisáhrif verði af verksmiðjunni utan áhrifa af mannvirkjunum sjálfum. „Það eina sem fer út í loftið er súrefni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla