fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Danskur þingmaður vill snúa aftur úr veikindaleyfi en flokkur hans vill ekki sjá hann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 18:00

Naser Khader fyrir miðju. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski þingmaðurinn Naser Khader segist vera búinn að jafna sig af veikindum og sé reiðubúinn til að snúa aftur til starfa en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í apríl. En flokkur hans, Det Konservative Folkeparti (Íhaldsflokkurinn), vill ekki fá hann aftur, að sinni.

Khader fór í veikindaleyfi í kjölfar ásakana um að hann hefði haft í hótunum við fólk sem gagnrýndi hann og fólk sem tók þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafði skoðanir sem honum féllu ekki í geð. Hann var meðal annars sagður hafa hótað að snúa sér til vinnuveitenda þessa fólks til að kvarta undan því. Fljótlega eftir að þessar ásakanir komu fram stigu fimm konur fram og sökuðu Khader um að hafa brotið gegn þeim kynferðislega.

Veikindaleyfi Khader lauk þann 1. ágúst og í gær birti hann færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera búinn að ná sér og væri í góðu formi. „Ég er ekki fullkominn en ég elska Danmörku og er til í slaginn,“ skrifaði hann einnig.

Ef flokkur hans vill ekki fá hann aftur til starfa á þinginu fyrr en rannsókn lögmanna á ásökunum á hendur Khader er lokið. „Naser Khader mun ekki koma til starfa og hann tekur ekki þátt í flokksstarfinu á meðan á rannsókn á málum hans stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá flokknum. Þetta er í samræmi við orð Søren Pape Poulsen, formanns flokksins, um málið en í júlí sagði hann að flokkurinn tæki afstöðu gegn öllum brotum flokksmanna og því væri mjög mikilvægt að rannsaka mál Khader ofan í kjölinn.

Khader hefur alla tíð vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar