fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Líkir kjördæmaóréttlæti við kóríanderóþol – „Hvers vegna er þetta svona?“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 12:00

Indriði Stefánsson Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði Stefánsson, tölvunarfræðingur og frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga, er einn þeirra sem finnur sápubragð af kóríander og vill meina að það sé hægt að bera það saman við kjördæmaóréttlæti.

„Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi,“ segir Indriði og bendir á að svipaður fjöldi sé á kjörskrá í Hafnarfirði.

Þó er Hafnarfjörður einn og sér ekki með átta þingmenn heldur deila þeir 13 þingmönnum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi en þar bætast við 52 þúsund kjósendur. Því er hver þingmaður í Norðvesturkjördæmi með 2.600 kjósendur á bak við sig en í Suðvesturkjördæmi eru þeir 5.600.

„Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi – með sínu innbyggða óréttlæti – er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli,“ segir Indriði en þrisvar sinnum hefur meirihlutinn fellt tillögur um að lagfæra þetta kerfi.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið mikið á móti þessari lagfæringu þar sem hún hentar þeim afar illa.

„Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldssamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar,“ segir Indriði að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður