fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Fjórðungur landsmanna ætlar sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn – Skelfileg útkoma Samfylkingarinnar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 11:30

Samsett mynd - Bjarni Benediktsson og Helga Vala Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri könnun MMR kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,4% fylgi á landsvísu en könnunin fór fram dagana 24. júní til 6. júlí. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um rúmt prósentustig frá síðustu könnun og er nú 54,9%.

Fylgi Framsóknar hækkar um heil 3,5% og er nú 12,3%. Á meðan heldur slæmt gengi Samfylkingarinnar áfram og mælist aðeins með 10,6 prósent og er þá fimmti stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er með 25,4% fylgi, Framsóknarflokknum, Pírötum sem eru með 12,2% fylgi og Vinstri grænum sem eru með 11,9% fylgi.

Viðreisn sækir í sig veðrið og mælist með 9,1% fylgi og fer upp um 1,3% frá síðustu könnun. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands standa í stað og eru með 5,5% og 5,3%, líkt og í fyrri könnun.

Miðflokkurinn tapar 0,7% fylgi og mælist nú með 6,6%. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í heild sinni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,4% og mældist 27,0% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,3% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,2% og mældist 13,1% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,9% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,1% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 6,6% og mældist 7,3% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,5% og mældist 5,5% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 1,2% samanlagt.

Mynd/MMR

Taka skal fram að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðað við 1000 svarendur geta verið allt að +/-3,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að