fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

500 milljarða skuldaaukning ríkissjóðs í faraldrinum – Stefnir í mýkri lendingu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 09:00

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagþróun á fyrri helmingi ársins gefur tilefni til bjartsýni um hraðari viðsnúning í hagkerfinu en útlit var fyrir að sögn Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann segir að sagan sé að endurtaka sig og hagkerfið vaxi umfram spár.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta sýndi sig til dæmis þegar við fórum fram úr öllum spám um vöxt ferðaþjónustunnar mörg ár í röð og er mögulega að sýna sig nú þegar á þessu ári, þegar við virðumst ætla að fara fram úr eldri spám,“ er haft eftir Bjarna sem sagði einnig að það stefni í að skuldir ríkisins aukist minna í yfirstandandi kórónuveirukreppu en óttast var.

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um tæplega 500 milljarða frá í febrúar á síðasta ári. Þegar Bjarni var spurður út í áhrif þessarar skuldasöfnunar á þjóðarbúskapinn á næstu árum sagði hann það vera forgangsmál að auka landsframleiðslu og draga úr atvinnuleysi. „Við horfum ekki síst á atvinnustigið og hagvaxtartölurnar. Það skiptir miklu máli að landsframleiðslan nái hærra stigi strax á næsta ári. Við tökum það þá með okkur inn í framtíðina og höfum, ef vöxturinn verður meiri, þá ekki sömu þörf fyrir aðhald á næstu árum,“ sagði hann og benti á að vaxtakjör væru mjög hagstæð um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið