fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð óttast að frumvarpið smiti ungmenni af fíkniefnaneyslu – „Hvað er‘idda maður, þetta er lög­legt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 11:13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðastliðið ár hef­ur verið gert hlé á ýmsu því sem áður tald­ist til al­mennra mann­rétt­inda vegna veirufar­ald­urs. Það var talið nauðsyn­legt. En á sama tíma legg­ur rík­is­stjórn­in nú fram sér­stakt frum­varp um lög­leiðingu ann­ars far­ald­urs sem er ekki síður hættu­leg­ur. Það er frum­varp um lög­leiðingu fíkni­efna. Verði frum­varpið samþykkt verður Ísland í sér­flokki á heimsvísu hvað varðar leyfi frá rík­inu til að fara með og neyta eit­ur­lyfja.“

Svona hefst grein sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum ræðir Sigmundur um mögulega afglæpavæðingu fíkniefna en hann er svo sannarlega á móti þeirri hugmynd. „Málið er hið nýj­asta frá rík­is­stjórn­inni úr flokki „ný­ald­ar­stjórn­mála“. Í slík­um stjórn­mál­um eru hlut­ir jafn­an end­ur­skírðir á þann hátt sem best var lýst í skáld­sög­um Orwells. Enda snýst allt um umbúðirn­ar. Fyr­ir vikið tala stjórn­völd nú ekki um lög­leiðingu fíkni­efna. Þess í stað hafa þau tekið upp orðskrípið „af-glæpa-væðing“,“ segir Sigmundur í pistlinum.

Sigmundur er á því að um sé að ræða „einhverja róttækustu lögleiðingu fíkniefna sem fyrirfinnst“. Hann segir talsmenn lögleiðingarinnar hafa vísað til þess að baráttan við eiturlyf hafi ekki unnist og því sé baráttan sjálf tilgangslaus. „Þessi „rök“ hafa alltaf verið sér­kenni­leg í því ljósi að frá fornu fari þekkj­um við menn­irn­ir ótal viðfangs­efni þar sem end­an­leg­ur sig­ur mun aldrei vinn­ast en þó aug­ljóst að ekki megi hætta bar­átt­unni gegn hinu illa. Sjúk­dóm­ar eru nær­tækt dæmi. Þeim verður seint út­rýmt en það þýðir ekki að við eig­um að hætta að berj­ast gegn þeim. Það sama má segja um glæpi.“

„Hvað er‘idda maður, þetta er lög­legt“

Sigmundur vill meina að á meðan fíkniefni eru ólögleg þá séu stjórnvöld á sama tíma að senda skilaboð um að þau séu hættuleg. „Það að eitt­hvað sé ólög­legt er sterk hindr­un,“ segir hann og tekur svo í sama streng og hann gerði fyrr í vikunni þegar hann sagðist aldrei hafa séð eiturlyf. Þau ummæli vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum hér á landi.

„Með lög­leiðingu fíkni­efna eru stjórn­völd í raun að gefa leyfi til að prófa. Í ótal sam­kvæm­um á náms­ár­un­um og á ólík­um vinnu­stöðum varð ég aldrei var við eit­ur­lyf. Ef­laust voru þau stund­um skammt und­an en fólk var ekki að flíka þeim vegna þess að þau voru ólög­leg.“

Ef fíkniefni yrðu afglæpavædd er Sigmundur hræddur um að raunin verði önnur. Hann segir að ungmenni landsins muni ekki hika við að mæta með „slík efni“ í samkvæmi ef fíkniefnin verða afglæpavædd. „Það verður þá freist­ing fyr­ir aðra að prófa og jafn­vel erfitt að fylgja ekki ef vin­irn­ir gera það. Það verður auk­in hætta á „smiti“ í hverju bekkjarpar­tíi („hvað er‘idda maður, þetta er lög­legt“). Fjöldi fólks sem ella hefði ekki kom­ist í tæri við slíka freist­ingu eða hópþrýst­ing mun eiga á hættu að kom­ast í kynni við fíkni­efni og marg­ir ánetj­ast þeim.“

„Hver verður ábyrgð stjórn­valda þá?“

Sigmundur segir að allir sem hafa orðið fíklar hafi byrjað á einum skammti og veltir því fyrir sér hversu mikið magn af fíkniefnum verða afglæpavædd með frumvarpinu sem um ræðir.
„Hvað á rík­is­stjórn­in við þegar hún tal­ar um neyslu­skammta? Hún virðist ekki vita það sjálf því sam­kvæmt frum­varp­inu á að fela ráðherra að skil­greina það síðar í reglu­gerð. Það er með öðrum orðum verið að fara fram á að þing­menn samþykki eitt­hvað sem hvorki þeir né rík­is­stjórn­in vita hvað er,“ segir hann.

„Í umræðu um frum­varpið kom fram að ráðherr­ann sem flyt­ur málið veit ekki sjálf­ur hvað neyslu­skammt­ur er. Það stend­ur víst til að kom­ast að því meðal ann­ars með sam­töl­um við fíkni­efna­neyt­end­ur. En neyslu­skammt­ur eins get­ur verið bana­biti ann­ars. Þekkt eru dæmi um að ung­menni hafi lát­ist eft­ir að hafa reynt eit­ur­lyf í fyrsta skipti.
Hvað ger­ist þegar ein­hver deyr af „ráðlögðum neyslu­skammti“ sam­kvæmt reglu­gerð ráðherra? Hver verður ábyrgð stjórn­valda þá?“

Þá finnst Sigmundi það vera furðulegt að 18 ár einstaklingur megi vera með kókaín á sér en ekki bjórdós. „Þannig verður kom­in upp sú staða að lög­regl­an get­ur tekið bjórdós af 18 ára ung­menni en ef sami ein­stak­ling­ur er með 10 poka af kókaíni get­ur viðkom­andi sagt lögg­unni að hypja sig,“ segir hann.

„Upp á líf og dauða“

Að lokum líkir Sigmundur Íslandi við Kristjaníu, fríríkið í Danmörku. „Í frum­varp­inu er vísað til reynslu annarra landa og meintra for­dæma sem eru þó allt ann­ars eðlis ef að er gáð. Raun­in er sú að verði frum­varpið að lög­um verður Ísland sér á parti varðandi frelsi til eit­ur­lyfja­neyslu. Lög lands­ins munu þá ganga langt um­fram það sem viðgengst í Kristjan­íu í Kaup­manna­höfn, hvort sem litið er til form­legra reglna eða raun­veru­legr­ar fram­kvæmd­ar þeirra,“ segir hann og bætir við að hann vonist til þess að menn nái áttum áður en „Ísland gerist leiðandi í lögleiðingu eiturlyfja“.

„Ann­ars verða gerð stór­kost­leg mis­tök í máli sem er raun­veru­lega upp á líf og dauða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“