fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Forsætisráðherra segir mögulegt að kaupa bóluefni án aðkomu ESB

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 07:50

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það valdi áhyggjum að ESB hafi átt í erfiðleikum með að afla bóluefna gegn kórónuveirunni en Ísland er aðili að sameiginlegum innkaupum ESB-ríkjanna á bóluefnum. Hún segir mögulegt að kaupa bóluefni utan þessa samstarfs.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að Ísland sé ekki á leið út úr bóluefnasamstarfi ESB en um leið sé rétt að hafa í huga að ríkin megi afla sér annarra bóluefna en samið hefur verið um. „Það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur,“ sagði hún.

„Ég ítreka það að ég tel það hafa verið skynsamlegt að ráðast í [öflun bóluefnis] í samstarfi við aðrar evrópskar þjóðir. Það er hins vegar morgunljóst að það eru komnar upp væringar innan Evrópusambandsins vegna gagnrýni um að þetta hafi ekki gengið nægilega vel og hratt fyrir sig, ekki verið skilvirkt ferli. Þetta mál er ESB mikill trúverðugleikavandi, en við munum halda áfram okkar striki,“ er haft eftir henni.

Hún sagði einnig að ríkin geti keypt bóluefni frá öðrum framleiðendum en ESB hefur samið við og það séu ESB-ríki nú þegar að gera. „Við höldum áfram í samstarfinu eins og raunar flest önnur ríki eru að gera, en það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur,“ sagði hún einnig.

Hún vildi ekki svara hvort slíkar viðræður hafi átt sér stað eða eigi sér stað núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun