fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:59

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar fer fram 29. maí en framboðsfrestur rennur út 8. apríl. Nú þegar hefur Páll Magnússon, núverandi oddviti flokksins í kjördæminu, tilkynnt að hann sækist áfram eftir að leiða flokkinn í kjördæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins í kjördæminu, tilkynnti á laugardaginn að hann sækist einnig eftir oddvitasætinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Ásmundur Friðriksson vilji áfram vera í öðru sæti. Einnig kemur fram að Guðrún Hafsteinsdóttir, iðnrekandi í Hveragerði, íhugi nú að bjóða sig fram í oddvitasætið og hefur blaðið eftir viðmælendum sínum að þess sé ekki langt að bíða að ákvörðun hennar liggi fyrir.

Sjálfstæðismenn eru nú með þrjá þingmenn í kjördæminu en telja góða möguleika á að ná fjórum mönnum í næstu kosningum en 10 þingmenn koma úr Suðurkjördæmi.

Morgunblaðið segir að Vilhjálmur hafi tilkynnt um þá ákvörðun sína að sækjast eftir fyrsta sætinu undir kjörorðinu „nýja kynslóð til forystu“. Hann hafi ekki vikið einu orði að Páli Magnússyni í tilkynningu sinni en hafi lagt nokkra áherslu á að hann hefði ræktað tengslin við kjördæmið vel. Blaðið segir að það sama eigi við um Ásmund Friðriksson sem hefur orð á sér fyrir að rækta vel sambandið við kjósendur. Þá segir blaðið að Páll sé vel þokkaður fyrir að hafa verið áberandi í umræðunni um málefni kjördæmisins og raunar landsins alls. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki stutt flokkinn í Vestmannaeyjum í síðustu bæjarstjórnarkosningunum. Margir telja því að Páll verði ekki ráðherra sem sé slæmt því oddviti flokksins í kjördæminu eigi að fá ráðherrastöðu.

Morgunblaðið segir að talið sé að Guðrún muni veita hverjum sem er harða samkeppni um oddvitasætið ef hún ákveður að bjóða sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“