Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Þing kemur saman í dag – Bankasala og stjórnarskráin eru stóru mál vorþingsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 07:59

Alþingi kemur saman í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Reikna má með líflegu þingi en meðal stórmála sem verða tekin fyrir á þessu vorþingi eru frumvarp forsætisráðherra til breytinga á nokkrum ákvæðum stjórnarskrárinnar og fyrirhuguð sala á eignarhluta ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að væntanleg bankasala verði tekin til umfjöllunar strax í dag þegar Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, flytur Alþingi munnlega skýrslu um málið og stöðu þess.

Blaðið segir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telji að ríkisstjórnin þurfi að undirbúa söluna betur áður en lagt verður upp í þá vegferð. Mikilvægt sé að verja almannahag í ferlinu. Það sama eigi við um atvinnumál en nú sé þörf fyrir uppbyggingu og nýsköpun eftir COVID-faraldurinn.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á nokkrum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þetta eru ákvæði sem snúa að auðlindum í þjóðareign, umhverfis- og náttúrumálum, þjóðtungunni og ýmsum atriðum varðandi framkvæmdarvaldið og embætti forsetans.

Morgunblaðið hefur eftir Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni VG, að hann telji brýnt að stjórnarskrárfrumvarpið verði að lögum á vorþinginu og að hann eigi von á líflegum umræðum þar sem átakalínurnar séu skarpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“

Gerir upp ævintýralegt kjörtímabil – „Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu