fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Smári segist hafa verið rosalega þreyttur og pirraður – „Þá virkar það ekkert sérstaklega vel“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kemur fram í þættinum 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Þar talar hann um þá ákvörðun sína um að halda ekki áfram á þingi þegar núverandi kjörtímabili lýkur.

„Ég hef haldið því fram frá því að ég fór fyrst að skipta mér af pólitík að það væri ekkert jákvætt að fólk væri of lengi“, segir Smári um ástæðuna fyrir því að hann ætli að hætta á þingi. „Og ef lýðræði er þetta konsept að allir eiga að vinna að því saman að láta samfélagið ganga þá virkar það ekkert sérstaklega vel ef að það eru alltaf þeir sömu sem sitja á valdastólum. Það er fínt að hafa nýliðun, samt ekki oft mikla en það hefur verið mikil nýliðun undanfarin ár“

Hin hliðin á þessari ákvörðun Smára er að lífið er ekki endalaust. „Ég hef fullt af hugmyndum og þekkingu og færni sem er ekkert að nýstast mjög vel inni á þingi,“ segir Smári og á þá við þekkingu hans í tölvutækni auk þess sem hann hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og vill nýta það tvennt betur. „Ég hef bara verið rosalega þreyttur og pirraður á því hvað það er mikið talað um að reyna að bregðast við loftslagsbreytingum en ótrúlega lítið verið gert í því,“ segir Smári þegar hann er spurður hvort það gagnist honum ekki að sitja á þingi til að vinna í umhverfismálum. „Ég held að við gætum verið að gera svo miklu meira,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt