fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 07:55

Vextir á íbúðalánum bankanna hafa hækkað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutdeild lífeyrissjóða í nýjum húsnæðislánum hefur hrunið frá ársbyrjun samhliða aukinni eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum. Svo gæti farið að júní hafi verið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem uppgreiðslur eru meiri en ný útlán lífeyrissjóðanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nettó ný útlán lífeyrissjóða til heimila  hafi aðeins verið 918 milljónir króna í maí samanborið við að bankarnir lánuðu heimilunum 27,5 milljarða króna í júní. Tölur yfir útlán lífeyrissjóðanna í júní hafa ekki enn verið birtar en umsvif bankanna benda til að töluverður samdráttur sé hjá mörgum lífeyrissjóðum.

„Ef tölurnar fyrir útlán bankanna í júní eru réttar gæti hann orðið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem það eru meiri uppgreiðslur en útlán hjá lífeyrissjóðunum.“

Er haft eftir Ólafi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs.

Haft er eftir Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að hún hafi merkt töluverðar uppgreiðslu sjóðsfélaga undanfarna mánuði. Bankarnir hafi lækkað vexti meira en lífeyrissjóðirnir.

„Án þess að hafa séð bækur bankanna er mín ágiskun sú að þeir eigi erfiðara með að koma peningum í vinnu því samdráttur í hagkerfinu gerir það að verkum að þeir lána ekki eins mikið til fyrirtækja en vextir á húsnæðislánum eru lækkaðir til að lána meira til heimilanna.“

Ef haft eftir Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun