fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 07:55

Vextir á íbúðalánum bankanna hækka væntanlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutdeild lífeyrissjóða í nýjum húsnæðislánum hefur hrunið frá ársbyrjun samhliða aukinni eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum. Svo gæti farið að júní hafi verið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem uppgreiðslur eru meiri en ný útlán lífeyrissjóðanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nettó ný útlán lífeyrissjóða til heimila  hafi aðeins verið 918 milljónir króna í maí samanborið við að bankarnir lánuðu heimilunum 27,5 milljarða króna í júní. Tölur yfir útlán lífeyrissjóðanna í júní hafa ekki enn verið birtar en umsvif bankanna benda til að töluverður samdráttur sé hjá mörgum lífeyrissjóðum.

„Ef tölurnar fyrir útlán bankanna í júní eru réttar gæti hann orðið fyrsti mánuðurinn í langan tíma þar sem það eru meiri uppgreiðslur en útlán hjá lífeyrissjóðunum.“

Er haft eftir Ólafi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs.

Haft er eftir Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að hún hafi merkt töluverðar uppgreiðslu sjóðsfélaga undanfarna mánuði. Bankarnir hafi lækkað vexti meira en lífeyrissjóðirnir.

„Án þess að hafa séð bækur bankanna er mín ágiskun sú að þeir eigi erfiðara með að koma peningum í vinnu því samdráttur í hagkerfinu gerir það að verkum að þeir lána ekki eins mikið til fyrirtækja en vextir á húsnæðislánum eru lækkaðir til að lána meira til heimilanna.“

Ef haft eftir Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamla fólkið á valdastólum

Gamla fólkið á valdastólum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“