fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eineltis – og áreitniteymi Reykjavíkurborgar og miðlægrar stjórnsýslu hefur tilkynnt Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að ekki þyki ástæða til þess að senda mál hennar til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga líkt og ráð var gert.

Frá þessu greinir Vigdís á Facebook síðu sinni í dag:

„Það má aldrei gefa tommu eftir þegar brotið er á rétti manns. Ég hef haft það leiðarljós í lífinu að réttlætið sigri að lokum. Ég veit upp á hár valdmörk kjörinna fulltrúa og embættismanna. Þetta er góð byrjun á vinnuvikunni í sumri og sól.“

Hún birtir einnig bréfið frá teyminu. Í því segir:

„Að nánar athuguðu máli telur teymið ekki tækt að senda erindið til siðanefndarinnar þar sem nefndinni er ekki beinlínis ætlað að skera úr um brot á siðareglum í tilteknum málum og þar sem nefndin hefur að því marki sem henni er fært þegar tekið afstöðu til málsins. Að mati teymisins er óljóst á ákvæðum bráðabirgðaverkferils hvernig skuli bregðast við kvörtunum er snúa að ætluðu broti á siðareglum og hvernig málsmeðferð teymisins í því sambandi skuli háttað. Teymið telur því ljóst að ekki getur komið til frekari vinnslu þess á kvörtun vegna ætlaðra brota á siðareglum. Málinu er því einnig lokið varðandi ætlað brot á siðareglum.“

Til þess var leikurinn gerður

Vigdís sagði við Eyjuna að ásakanirnar hafi verið til þess gerðar að rýra traust hennar sem stjórnmálamanns:

„Þessi úrskurður er afdráttarlaus í þá veru að það var aldrei fótur fyrir ásökununum á hendur mér. Allur minn málflutningur og vörn í þessu máli er réttur og það er staðfest með því að málið er látið falla niður. Þetta mál er búið að valda mér óþægindum í bráðum tvö ár – ég hef verið borin þungum sökum sem hafa verið til þess fallnar að rýra traust mitt sem stjórnmálamanns – en til þess var leikurinn gerður. Ég ætla að óska eftir fundi með formanni borgarráðs og forseta borgarstjórnar núna á eftir til að fara yfir málin,“

sagði Vigdís.

Ætlar að hugsa málið

Sem kunnugt er lagði Helga Björg Ragnarsdóttirr, skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara, fram kvörtun gegn Vigdísi vegna meints eineltis árið 2019.

Vigdís sendi síðan inn kvörtun til Vinnueftirlitsins og Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna meints einetis Helgu Bjargar í sinn garð.

Aðspurð hvort málinu væri lokið af hálfu Vigdísar, sagðist hún ætla að hugsa málið í dag. Vinnueftirlitið hefði þegar sagst ekki getað aðhafst í hennar máli, þar sem fyrir lægi eineltisáætlun hjá Reykjavíkurborg.

Þá sagðist Vigdís ekkert hafa heyrt frá ráðuneytinu, en hún hygðist spyrjast fyrir um stöðu málsins þar í vikunni.

 

 

Sjá nánar: Vigdís íhugar kæru:„Stríðshanskanum hefur enn á ný verið kastað – þetta er stríð embættismanna gegn lýðræðiskjörnum fulltrúum“

Sjá nánar: Ráðhúsið leikur á reiðiskjálfi:„Svo þarf ég að sitja andspænis þessari konu“

Sjá nánarVigdís segir Helgu Björg standa á bak við nýja rannsókn á sínu eigin eineltismáli – „Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!!“

Sjá nánar: Helga Björg sögð koma fram við undirmann eins og „dýr í hringleikahúsi“ – Starfar enn hjá Reykjavíkurborg – „Einörð og fylgin sér“

Sjá nánar: Meint einelti Vigdísar tekið fyrir af Reykjavíkurborg:„Búið er að virkja rannsóknarrétt ráðhússins!!! Verði þessu fólki að góðu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki