fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Þorsteinn Már um rannsókn Samherjamálsins – „Ég er alveg rólegur“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 09:08

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist rólegur yfir þróun mála í Samherjamálinu við Mannlíf í dag, en fyrirtækið er talið hafa staðið að ólöglegum mútugreiðslum þar ytra, til að komast yfir verðmætan kvóta. Sjö sitja í fangelsi í Namibíu vegna málsins og bíða dóms.

Þorsteinn segist ekki hafa heyrt í neinum varðandi rannsókn Namibíumanna á málinu og viti ekkert um réttarbeiðnina sem íslenskt stjórnvöld hafa fengið frá Namibíu:

„Ég er alveg rólegur, já. Ég veit ekkert um þessa réttarbeiðni og mun ekki tjá mig um það. Ég hef sem sagt ekki heyrt í neinum og hef ekki miklu við það að bæta. Ég mun tjá mig um þetta mál fyrr en seinna,“

segir Þorsteinn Már við Mannlíf í dag.

Litlar líkur á framsali

Sem kunnugt er óskuðu Namibísk yfirvöld eftir aðstoð Interpol vegna málsins sem teigir sig til minnst níu landa og hefur aðstoðarríkissaksóknari Namibíu sagt að hann búist við handtökum í málinu á Íslandi.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, vill hvorki játa því né neita við Mannlíf hvort téð réttarbeiðni innihaldi kröfu um framsal, en telur að enginn grundvöllur sé fyrir slíku framsali, þar sem hann viti ekki til þess að samningar um slíkt séu í gildi milli Íslands og Namibíu.

Nei, það held ég ekki. Í öllum tilvikum þegar fram kemur beiðni um framsal þarf alltaf að vísa til einhverra heimilda. Til þess að framsal sé inni í myndinni þurfa að vera einhvers konar samningar eða skuldbindingar þarna á milli landa.“

Þá segir Ólafur að málið hafi dregist á langinn hjá embættinu vegna Covid-19, um sé að ræða umfangsmikið mál og tíma taki að fara yfir gögn í málinu:

„Ég get ekkert annað en verið passífur þótt það sé vissulega erfitt stundum að vera í þeirri stöðu.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn