fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir ummælin tekin úr samhengi – „Þetta eru falsfréttir“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segir að ummæli sín úr útvarpsþætti á Útvarpi Sögu frá árinu 2018, sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum undanfarið, séu tekin úr samhengi.

Jæja-hópurinn hefur deilt ummælum Guðmundar úr þættinum hvar hann sagði:

Ég myndi ekkert segja nei á móti því að hjálpa manni að stela undan skatti heimaríkis, það er í raun mín skylda sem starfsmaður banka [..] ég get bent þér á margar aðferðir hvernig á að stela heilu milljörðunum án þess ég blikni.“

Með deilingu Jæja-hópsins fylgir texti þar sem Guðmundur er sakaður um að láta það sér í léttu rúmi liggja að svíkja undan skatti, meðan hann leggi sjálfur áherslu á að berjast gegn spillingu í forsetaframboði sínu.

Þá er Guðmundur sagður hafa kostað skattgreiðendur hundruð milljóna vegna aðkomu sinnar að fyrirtækjarekstri:

„Kapítalistinn Guðmundur Franklín hefur kostað skattgreiðendur og lífeyrissjóði landsins hundruð milljóna undanfarna áratugi. Hann er ekki að fara að taka á spillingunni heldur virðist hann þvert á móti ekki sjá neitt að því að fyrirtæki og kapítalistar svíkist undan skatti og láti hundruð milljóna falla á almenning og eftirlaunafólk vegna fjármálabrasks. Sem dæmi má nefna fiskvinnslu á Vestfjörðum, Rauða herinn, sem fór á hausinn seint á tíunda áratugnum og endaði í mörg hundruð milljóna tapi sem skattgreiðendur tóku á sig. Burnham á Íslandi sem lífeyrissjóðir töpuðu hundruð milljóna á, en í stjórn þess fyrirtækis sat Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þessi tvö mál eru aðeins toppurinn á ísjakanum.“

Falsfréttir

Eyjan heyrði í Guðmundi og spurði hann út í þessi ummæli hans:

„Ég mæli með að fólk hlusti á þáttinn. Þetta er góður þáttur. En auðvitað er þetta allt tekið úr samhengi og að sjálfsögðu er ég ekki að hvetja til þess að fólk svíki undan skatti. Framsetningin á þessu finnst mér fyrir neðan allar hellur. Þetta eru falsfréttir, eins og þetta er sett fram þarna, það er ekkert annað nafn yfir þetta,“

sagði Guðmundur og ráðlagði fólki að hlusta á þáttinn til að geta dæmt sjálft um hvernig í málinu lægi.

Saurugt sálartetur

Guðmundur undraðist einnig að Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Í RÚV fyrir hönd Pírata, væri að dreifa viðtalinu við sig ásamt gagnrýni á sig persónulega, en Lára deildi viðtalinu árið 2018 og aftur nú í vikunni með eftirfarandi orðsendingu:

„Ég sá að Fb vinur var að deila þessu næstum tveggja ára innleggi. Rifjaði upp og ákvað að deila því líka þar sem þessi maður
ætlar að bjóða sig fram til forseta á Íslandi. Ótrúlegur andskoti.“

Þá gagnrýnir Lára einnig önnur ummæli Guðmundar, varðandi meintar hótanir hans gegn starfsfólki RÚV, sem Eyjan greindi frá um helgina. Lára segir sálartetur Guðmundar saurugt:

„Eitt fyrirlitlegasta einkenni Donalds Trump eru hans eilífu hótanir og hefndaraðgerðir. Hann ímyndar sér ‘óvini’ með hjálp Fox, hótar þeim hefndum í tísti og níðir og rægir mann og annan endalaust. Íslenskur forsetaframbjóðandi, sem hefur árum saman rægt og logið um Ríkisútvarpið og dásamað Trump á Útvarpi Sögu, hótaði starfsfólki RÚV þessu – að mér skilst í gær:
„…og hef ég stóra vopnageymslu af upplýsingum um allt þetta fólk og hika ekki við að nota ef þörf krefur.“

Þetta sýnir að sálartetur frambjóðandans er saurugt og fyrirlitlegt og að hann eigi nákvæmlega ekkert erindi í ábyrgðarstöður. Ekki frekar en Trump,“

sagði Lára Hanna.

Sjá nánar: Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Sjá einnig: Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“