fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Eyjan

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 12:53

Mynd: Forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi var ekki sáttur við allar spurningarnar sem Fanney Birna Jónsdóttir bar upp við hann í Silfrinu á RÚV í dag en þar sátu forsetaframbjóðendurnir, Guðmundur og sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, fyrir svörum. Fanney sagði við Guðmund að hann hefði látið ýmis ummæli flakka á netinu, til dæmis um þingmann Pírata, Smára McCarthy. Hún spurði hvort það sæmdi forseta að vera að pikka í einstaka þingmenn.

Guðmundur benti Fanneyju á að hann hefði ekki verið í forsetaframboði þegar hann lét ummæli um Smára falla. „Hann sagðist vera stærðfræðingur sem hann er ekki. Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn? Að draga fram einhvern pírata! Ég var ekki í forsetaframboði þá, þegar ég var að hlæja með vinum mínum á Facebook að honum.“

Guðmundur sagði að hann vildi gera málskotsréttinn virkari í störfum forseta. Það fæli ekki endilega í sér að setja mál sífellt í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur væri hægt að hefja samtalið við stjórnvöld og benda þeim á hvernig hægt væri að leysa málin.

Guðmundur benti á að forsetaembættið væri í eðli sínu pólitískt embætti samkvæmt  2.gr. stjórnarskrárinnar. Forsetinn væri eini þjóðkjörni stjórnmálamaðurinn, kosinn í beinni kosningu þar sem öll atkvæði hefðu sama vægi. Því væri mikilvægt fyrir hann að koma fram vilja þjóðarinnar eftir þeim leiðum sem forseta væru tiltækar. „Hann er málsvari þjóðarinnar og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri,“ sagði Guðmundur. Þjóðarviljinn væri nokkuð augljós. „Það er ekki um að villast þegar mál koma upp sem verða umdeild í samfélaginu. Það fer allt á hliðina,“ sagði Guðmundur og sagði orkupakkamálið gott dæmi um þetta.

Hann sagði að þriðji orkupakkinn og orkupakkar framtíðarinnar væru það sem hefðu leitt hann út í forsetaframboð. Eigendastefna Landsvirkjunar tæki mið af orkustefnunni og því væri þetta grundvallarmál. Orkupakkar væru dæmi um mál sem væru tilvalin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig mál á borð við sölu ríkisbanka og annarra stórra ríkiseigna, t.d. Landsvirkjunar, en áform um sölu Landsvirkjunar væru í stjórnarsáttmálanum.

Guðmundur sagði líka að víðtæk reynsla hans af viðskiptum gæti komið að góðum notum ef hann yrði forseti og hann gæti gefið stjórnvöldum góð ráð í efnahagsmálum.

Ekki nægilega margar undirskriftir

Guðni Th. Jóhannesson forseti sat einnig fyrir svörum og varðandi umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslur þá benti hann á að oftast væru undirskriftir með áskorunum á forsetann um að setja lagafrumvörp í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki nægilega margar til að réttlæta synjun á undirskrift.  „Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi,“ sagði Guðni.

Guðni sagði að kosningabarátta sín yrði hógvær enda hefði hann mörgum skyldum að gegna í embættinu fram að kosningum.

Guðni sagðist oftast njóta hvers dags í starfinu og hann fyndi fyrir velvild og hlýju. Hann viðurkenndi að hann hefði ekki alið með sér draum um að verða forseti en hann hefði talið sig vita sitthvað um embættið í gegnum fræðistörf sín og hvernig bæst væri að haga sér á Bessastöðum, hvernig forseti ætti að vinna frá degi til dags. „Ég kappkostaði bara strax að vera ég sjálfur, gera alltaf mitt besta, læra af þeim sem hafa setið staðinn á undan mér og ég hef átt gott samstarf og samtöl við forvera mína, Vigdísi og Ólaf Ragnar,“ sagði Guðni.

Guðni sagði að forseti ætti „ekki að vera illgjarn, orðljótur eða óttasleginn, forsetinn á ekki að óttast framtíðina, forsetinn á ekki að óttast umheiminn eða það sem honum eða henni er framandi.  Forseti á frekar að vera bjartsýnn og lífsglaður og forseti á að hafa það alltaf í forgrunni að gera sitt besta og takast á við öll vandamál sem upp koma, viðurkenna þegar manni verður á og halda svo áfram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví lætur Andrés heyra það – „Verði þeim bara að góðu með það bara“

Björn Leví lætur Andrés heyra það – „Verði þeim bara að góðu með það bara“